Heillandi möguleikar 10. mars 2012 12:30 Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sr. Sigurður Árni Þórðarson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Boðskapur kristninnar varðar gleði og von. Guð kallar fram líf úr deyfð og dauða. Í þeim anda getum við séð og skilið, að kirkjan er farvegur möguleikanna. Hlutverk biskups er að ganga erinda Guðs með því að boða trú, efla fólk og beina sjónum að tækifærunum sem Guð gefur. Framundan er tími páska og upprisu. Ég hvet til vorverka kirkjustarfs. Ég vil þjóna kirkju vonar og gleði og býð fram krafta mína til biskupsþjónustu. Fjölþætt reynsla í kirkjustarfiÉg hef þjónað sem prestur í sveit og borg og starfað við kirkjulega stjórnsýslu. Ég var rektor Skálholtsskóla og breytti starfi hans í menningarmiðstöð kirkjunnar. Eftir fræðslustarf á Þingvöllum stýrði ég átaki þjóðkirkjunnar í safnaðaruppbyggingu og var verkefnisstjóri guðfræði og þjóðmála á Biskupsstofu. Þá mótaði ég og leiddi samkirkjustarf á Íslandi og erlendis. Ég sit á kirkjuþingi og er varafulltrúi í kirkjuráði. Síðustu átta ár hef ég þjónað sem prestur í stórum og líflegum Nessöfnuði í Reykjavík. Ég hef verið virkur í umræðu um samfélags- og kirkjumál og unnið í hljóðvarpi. Ég hef áhuga á nútímamiðlun, skrifa reglulega um trú og menningarmál í tímarit og blöð og birti ræður mínar og greinar gjarnan á vefnum. Ég er hamingjumaður í einkalífi, á fimm börn á aldrinum 6-27 ára. Kona mín er Elín Sigrún Jónsdóttir, lögfræðingur. Ég er fjárhagslega, pólitískt og félagslega óháður. Ég lærði guðfræði á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum, er cand. theol. frá HÍ og lauk meistara- og doktorsnámi frá Vanderbiltháskóla í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð mín, Limits and Life, fjallar um myndmál í trúarhefð Íslendinga og sýnir tvær ólíkar víddir íslenskrar trúarsögu. Menn geta brugðist við kreppum með ábyrgð eða lagt á flótta. Íslensk trúarhefð hvetur til ábyrgðar, sem ég axla, prédika og túlka. Í þágu fólks í kirkju, á götum og torgumÉg virði en hræðist hvorki andóf gegn kirkju né trúargagnrýni. Áskoranir vekja, ögra trú og kalla á frjóa guðfræði. Kirkjan á ekki að einangrast, heldur vera og tala frjáls á götum og torgum mannlífs, miðla gildum og beita sér til góðs í réttlætismálum. Ræða trúarinnar á að vera til upplífgunar, til trúar á Guð og þjónustu við menn. Fyrstu verkefni mín í biskupsstarfi yrðu þrjú:Í fyrsta lagi að kalla barnafræðara kirkjunnar til átaks í þágu barna og barnafjölskyldna. Börnin eru dýrmæti og einnig framtíð kirkjunnar. Í annan stað að beita mér fyrir að söfnuðir þjóðkirkjunnar fái sóknargjöld sín með góðum skilum. Þau ættu að hækka meira en þriðjung. Í þriðja lagi að hefja græðarastarf innan kirkjunnar með því að hafa sem nánast samstarf við presta, djákna og sóknarnefndarfólk um land allt. Þetta forystufólk kirkjunnar þarf að næra og hlúa að. Glatt fólk þjónar vel. Ég tel að ást mín á kirkjunni, mannvirðing, menntun, persónueigindir og staðfesta geri mér fært að vinna vel að verkefnum þjóðkirkju á tímamótum. Ég býð mig fram til að þjóna, sætta og hvetja þjóðkirkjufólk til sóknar. Möguleikar kirkjunnar eru miklir og heillandi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun