Gengst við mistökum 16. mars 2012 07:00 Lögreglan kynnti innri rannsókn sína fyrir fjölmiðlum í gær. Lögreglustjórinn Øystein Mæland baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar. nordicphotos/afp Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Norska lögreglan viðurkennir að hafa ekki brugðist nógu hratt við hryðjuverkum Anders Breivik í fyrra. 54 atriði hefðu betur mátt fara samkvæmt rannsókn. Lögreglustjóri baðst afsökunar vegna málsins. Norska lögreglan hefur gengist við því að hafa ekki brugðist nógu hratt við þegar fréttir bárust af drápunum í Útey í fyrrasumar þar sem Anders Behring Breivik myrti 69 manns. Niðurstöður innri rannsóknar lögreglunnar leiddu í ljós að galli í samskiptaferlum hefði orsakað tafir á viðbrögðum. Einnig hefði ofhleðsla á hraðbáti á leið út í eyjuna með sérsveitarmenn tafið málin, en alls voru tiltekin 54 atriði þar sem betur hefði mátt fara. Breivik náði að athafna sig á Útey í eina klukkustund og tuttugu mínútur áður en lögregla handtók hann. Tuttugu manns hið minnsta eru taldir hafa fallið í valinn á Útey síðasta stundarfjórðunginn áður en Breivik var stöðvaður. Øystein Mæland, lögreglustjóri í Ósló, sagðist á blaðamannafundi harma að lögregla skyldi ekki hafa náð að stöðva Breivik fyrr en raunin varð. Hann baðst afsökunar fyrir hönd lögreglunnar að Breivik náðist ekki fyrr og sagði ljóst að lögreglan hefði ekki verið undir hryðjuverkin búin á þessum tíma. „Hver mínúta var einni mínútu of mikið,“ sagði hann. „Hefðum við getað brugðist hraðar við? Svarið er já. Ef báturinn hefði ekki verið ofhlaðinn hefðum við komist fyrr út í Útey. Við vitum ekki hvort það hefði leitt til betri niðurstöðu, en það er ekki útilokað. Og það er sárt að hugsa sér að við hefðum getað bjargað mannslífum ef við hefðum yfirbugað gerandann fyrr.“ Lögregla hefur hingað til verið treg til að viðurkenna að eitthvað annað hafi verið hægt að gera til að bregðast við árás Breiviks. Grete Faremo dómsmálaráðherra tók undir afsökunarbeiðni lögreglunnar, en margir aðstandenda hinna látnu hafa lýst yfir ánægju með afsökunarbeiðni lögreglu. Faremo sagði einnig að innri rannsóknin hefði verið mikilvæg, gott væri að fá staðreyndirnar upp á borðið. Breivik sjálfur er enn til rannsóknar hjá geðlæknum til að skera úr um sakhæfi hans.thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Tekist á um Evrópumálin Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira