Þagnarmúrinn rofinn Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. mars 2012 06:00 Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Iðnaðarsalt í matvælaframleiðslu Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku samþykkti samþykkti Alþingi mikilvæga lagabreytingu sem tekur af vafa um skyldu stjórnvalda til þess að upplýsa almenning þegar lífi og heilsu fólks stafar hætta af losun mengandi efna. Sem fyrsti flutningsmaður málsins fagna ég niðurstöðunni og tel að hér sé á ferðinni mikil réttarbót fyrir íslenskan almenning þar sem bein frumkvæðisskylda stjórnvalda varðandi upplýsingagjöf hefur ekki verið innleidd í íslenska löggjöf áður. Frumvarp þetta var fyrst lagt fram á síðasta ári, í kjölfar þess að upp komst um mikla díoxíðmengun frá nokkrum sorpeyðingarstöðvum á landsbyggðinni. Kom í ljós að búfjárafurðir í námunda við sorpeyðingarstöðina Funa í Skutulsfirði voru díoxíðmengaðar, og að opinberir eftirlitsaðilar höfðu haft vitneskju um að díoxíðmengun frá Funa hafði verið tugfalt yfir viðmiðunarmörkum um langt skeið. Opinberir eftirlitsaðilar, sveitarfélagið og umhverfisyfirvöld sættu harðri gagnrýni fyrir viðbragðsleysi og upplýsingaskort, enda hafði almenningi ekki verið gerð grein fyrir menguninni fyrr en Mjólkursamsalan fann díoxíðmengun í mjólk kúa frá bænum Engidal og málið komst í hámæli. Skömmu síðar kom í ljós að sorpeyðingarstöðin á Kirkjubæjarklaustri – sem stendur á skólalóð sveitarfélagsins – hafði um allnokkurt skeið valdið díoxíðmengun sem var hundraðfalt yfir mörkum, án þess að foreldrar skólabarnanna sem léku sér í námunda hefðu um það nokkra vitneskju. Þá reyndust stöðvarnar í Vestmannaeyjum og á Húsavík hafa losað mikið díoxíðmagn umfram viðmiðunarmörk. Frá því þetta frumvarp leit fyrst dagsins ljós, á vordögum 2011, hafa ýmsir þeir atburðir orðið sem sanna enn frekar þörfina fyrir lagabreytingu af þessu tagi. Ég læt nægja að nefna tvennt: Kadmíum-mengaðan áburð sem dreift var á tún þrátt fyrir vitneskju opinberra eftirlitsaðila um innihaldið, og iðnaðarsalt í matvælum sem árum saman var látið viðgangast með þegjandi samþykki hins opinbera. Nú er þessum þagnarkafla vonandi lokið. Hér eftir þurfa stjórnvöld og opinberir eftirlitsaðilar ekki að velkjast í vafa um það hvort þeim beri að upplýsa almenning um það þegar losun mengandi efna skapar hættu fyrir heilsu manna eða dýra. Hér eftir má ljóst vera að almenningur á rétt á því að varðveita lífsgæði sín og heilsu og taka ákvarðanir um búsetu og athafnir á grundvelli upplýsinga. Það er hins vegar sorglegt að verða vitni að því að þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skuli hafa lagst gegn þessari breytingu og reynt allt fram á síðustu stundu að bregða fæti fyrir frumvarpið. Það segir þó meira en mörg orð um hvaða augum sömu þingmenn líta almannahagsmuni andspænis þrengri hagsmunum rekstraraðila mengandi starfsemi – að ekki sé minnst á afstöðuna til hlutverks opinberrar stjórnsýslu. En lagabreytingin er orðin þrátt fyrir andstöðu sterkra afla. Nú er ljóst að opinberir aðilar mega ekki lengur þegja yfir því sem þeir vita þegar heilsa almennings og lífsgæði eru í húfi. Það er vel.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun