Að virkja meira og meira, meira í dag en í gær? 29. mars 2012 08:00 Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Með staðfestingu Árósasamningsins hafa Íslendingar skuldbundið sig til þess að auka þátttöku almennings í ákvarðanatöku um umhverfismál. Það þýðir m.a. að ef drög að þingsályktunartillögu um vernd og orkunýtingu landssvæða (rammaáætlun) færu óbreytt inn til þingsins, væri með engu verið að taka tillit til þeirra 225 umsagna sem um þau komu, og þar með gengið á rétt almennings. Þrettán náttúruverndarsamtök skiluðu sameiginlegri umsögn um þessi drög með ítarlegum rökstuðningi fyrir því að fækka svæðum í orkunýtingarflokki. Nokkrar almennar ástæður þess eru tíundaðar hér, en rökstuðning fyrir flutningi hverrar og einnar virkjunarhugmyndar á milli flokka má finna í umsögninni sjálfri. Náttúra Íslands hefur hátt verndargildiRannsóknir sýna að yfir 80% erlendra ferðamanna nefna náttúru Íslands sem ástæðu Íslandsfarar. Þrátt fyrir að víðerni hafi minnkað hratt á síðustu áratugum er hér að finna stærstu lítt snortnu víðerni í Evrópu og einstakar landslagsheildir sem eiga fáa sína líka. Eldvirkni er hér ein sú mesta í heiminum, jarðvarmi mikill, fjölbreytt vistkerfi hitakærra örvera, fossar fleiri og tilkomumeiri en víða annars staðar, hraunbreiður sem fágætar eru á heimsvísu, sífreravistkerfi á hálendinu, stór óröskuð vatnasvið, hreint og tært lindarvatn og svona mætti lengi telja – í heild sinni hefur náttúra Íslands afar mikla sérstöðu. En umfram allt er hér að finna víðáttu og kyrrð, hvort tveggja eru hverfandi auðlindir í sífellt þéttsetnari heimi, ekki síst á evrópskum mælikvarða. Þetta eru gríðarleg verðmæti, bæði efnisleg og andleg, og möguleikarnir eru margir fái þessi svæði verðskuldaða vernd. Þetta á við um mörg svæðanna sem umrædd þingsályktunartillaga tekur fyrir, svo sem inni á hálendinu, í Skaftárhreppi, á Reykjanesskaganum sem og heilu vatnsföllin eins og Jökulsárnar í Skagafirði og Jökulsá á Fjöllum, svo eitthvað sé nefnt. Áhugi landsmanna á vernd íslenskrar náttúru er mikill, t.d. reyndist meirihluti þjóðarinnar (56%) vera hlynntur stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands í skoðanakönnun Capacent Gallup frá október 2011. Hvar liggur sáttalínan?Eitt af markmiðum rammaáætlunar var að leita sátta milli þeirra sem vilja framkvæma stórfelld virkjunaráform hérlendis og þeirra sem vilja auka veg verndunar og fara hægar í sakirnar. Margir virðast hins vegar líta á stöðuna í dag óháð þeim framkvæmdum sem þegar hefur verið ráðist í á síðustu áratugum og draga sáttalínuna eins og um upphafsstöðu sé að ræða núna. Því skal hér mótmælt. Ef vikið er að tjóni á náttúru Íslands vegna þess sem þegar hefur verið virkjað, þá er ljóst að það er bæði mikið og að stórum hluta óafturkræft. Stefán Arnórsson, prófessor við HÍ, skrifar í viðauka við skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar í júní 2011 að búið sé að raska um helmingi af sýnilegum háhitasvæðum á landinu (9 af 19). Þá er ónefndur fjöldinn allur af vatnsaflsvirkjunum sem hefur verið reistur eða er í byggingu, ekki síst á hálendinu eða í jaðri þess. Þar með er þó ekki öll sagan sögð, því þær vatnsaflsvirkjanir sem eftir eru í virkjanapottinum eru flestar litlar og mun óhagkvæmari í byggingu og/eða rekstri en þær sem þegar hafa verið reistar og umhverfisáhrif þeirra oft meiri. Í umræðu um sátt verður að taka tillit til þeirra staðreynda sem hér hafa verið raktar. Í hvað á að nota orkuna?Í hvað á að nota alla þá orku sem fæst úr virkjunarhugmyndum í orkunýtingarflokki? Í skýrslu verkefnisstjórnar rammaáætlunar frá júní 2011 kemur fram að árleg þörf á raforkuframleiðslu til almennrar notkunar, en það er sú notkun sem ekki er hjá stórnotendum (stóriðju), nemur aðeins rúmlega 50 GWh, eða um 7-8 MW. Þær 22 hugmyndir sem eru í orkunýtingarflokki í þingsályktunardrögunum samsvara tæpum 1.500 MW (rúmlega tveimur Kárahnjúkavirkjunum). Það er því erfitt að skilja hvers vegna það liggur svo mikið á að fá öll þessi svæði í orkunýtingarflokk, nema nota eigi orkuna til frekari stóriðju. Benda má á að nú þegar fara um 80% af framleiddri orku í landinu til stóriðju, sérílagi álbræðslu og óskynsamlegt að fjárfesta meira í þeim bransa, á meðan aðeins 5% notkunarinnar er á heimilum landsmanna. Þörf til almennrar notkunar má vel mæta með auknum orkusparnaði, betri nýtingu núverandi vatnsaflsvirkjana vegna aukins rennslis í jökulám, eða jafnvel með öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum. Niðurstaðan er því sú að við þurfum alls ekki á allri þessari orku að halda. Breyttir tímarSé litið til þingsályktunartillögunnar óbreyttrar frá drögunum og miðað við hugmyndir Landsvirkjunar um nær tvöföldun á raforkuframleiðslu fram til ársins 2025 er ljóst að mikill áhugi er á því að ráðast í bróðurpart þessarar orkunýtingar á afar skömmum tíma. Ef ég eignaðist barn á morgun þá væri ég sennilega að ferma það um svipað leyti og búið væri að ráðast í flestar hugmyndirnar. Það er því ekki ofsögum sagt að með þeim fjölda sem nú er í orkunýtingarflokki er verið að ganga freklega á rétt komandi kynslóða til þátttöku í ákvörðunum um ráðstöfun þessarar auðlindar og stórra landssvæða. Í ljósi þeirra ástæðna sem tíundaðar hafa verið í þessari grein er því afskaplega eðlileg krafa að fleiri virkjunarhugmyndir færist úr orkunýtingarflokki í bið- og verndarflokka.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun