Sakhæfismat gleður Breivik 11. apríl 2012 06:00 Anders Behring Breivik fagnar því að geðlæknar hafa úrskurðað hann sakhæfan, þvert á fyrra mat. Dómurinn mun taka afstöðu til sakhæfisins, en Breivik undirbýr nú vitnisburð sinn. Lögmaður Breiviks segir hann sjá eftir að hafa ekki náð að ganga lengra.Fréttablaðið/AP Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira
Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Fleiri fréttir Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Sjá meira