Viðskiptabann og skemmdarverk Gylfi Páll Hersir skrifar 19. apríl 2012 06:00 Um fimmtíu ár eru síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti setti allsherjar viðskiptabann á nýstofnað byltingarríkið á Kúbu, 3. febrúar 1962. Bannið var þáttur í stigvaxandi efnahagslegum refsiaðgerðum, en innrás árið áður hafði mistekist. Allar götur síðan hefur efnahagsstríð verið lykilatriði í tilraunum Bandaríkjastjórnar til að endurreisa kapítalisma á Kúbu. Fjandsamleg afstaða Bandaríkjastjórnar og annarra heimsvaldaríkja gagnvart Kúbu, þ.ám. Íslands, stafar hvorki af óskynsemi né skammtímahagsmunum, né af áhrifum hægrisinna í Miami. Hún stafar af heildarhagsmunum ríkjandi afla. Ráðastéttin í Bandaríkjunum er enn að refsa alþýðufólki á Kúbu fyrir það að taka völdin í janúarbyrjun árið 1959 og halda þeim; fyrir að stökkva spilltri ráðastétt á flótta og endurheimta eigur sínar frá bandarískum auðmönnum sem drottnuðu yfir landinu. Ófyrirgefanlegt, ekki síst af því að í Mið- og Suður-Ameríku, ef ekki víðar, gæti verið á dagskrá að rísa upp og taka málin í sínar hendur; skipuleggja samfélagið á annan hátt. Aðalsynd byltingarleiðtoganna á Kúbu var að standa við það sem þeir sögðust ætla að gera. Á fyrstu mánuðum byltingarinnar voru vextir skornir niður og bannað að mismuna fólki á grundvelli kynþátta. Jarðnæði stærstu jarðeigendanna var tekið eignarnámi og úthlutað til jarðnæðislausra smábænda til ræktar. Stór hluti jarðnæðis, framleiðslutæki, verksmiðjur og innri gerð samfélagsins – allt frá sykurekrum til olíuhreinsunarstöðva, spilavíta og símafyrirtækja – var í höndum bandarískra aðila líkt og gildir um nýlendur. Þegar bandarískum valdhöfum varð ljóst að ekki var hægt að múta nýju byltingarforystunni, neituðu eigendur olíuhreinsunarstöðva á Kúbu að hreinsa olíu sem keypt hafði verið í Sovétríkjunum. Það var um mitt ár 1960. Í kjölfarið tók verkafólk stöðvarnar yfir og hélt vinnslunni áfram. Svar Eisenhowers, þáverandi forseta, var að ógilda samning um aðalútflutningsvöru Kúbu, sykur. Á eftir fylgdi efnahagsleg hryðjuverkastarfsemi. Kúbustjórn brást við með því að yfirtaka næstum allan stærri iðnað sem kúbanskir aðilar áttu og öll bandarísk fyrirtæki. Um miðjan október var búið að þjóðnýta alla banka, að kanadískum bönkum undanskildum. Settar voru skorður við húsaleigu og miðað við hámark 10% tekna fjölskyldunnar. Um þær mundir bannaði Eisenhower allan útflutning til Kúbu, að undanskildum matvælum og lyfjum. Í apríl 1961 gersigruðu Kúbanir á innan við þremur dögum innrásarlið málaliða við Svínaflóa, sem bandarísk stjórnvöld skipulögðu. Daginn eftir að Kennedy tilkynnti um viðskiptabannið 3. febrúar 1962 mætti milljón Kúbana á byltingartorgið í Havana, en þaðan kemur „Önnur Havanayfirlýsingin“ sem var flutt af forsætisráðherra landsins, Fídel Castró. Árásarstefna Bandaríkjastjórnar helgast af ótta, segir þar: „Ekki ótta við kúbönsku byltinguna, heldur af ótta við byltingu í Rómönsku Ameríku; ótta við að undirokaðir íbúar álfunnar vinni sigur á kúgurum sínum og geri eins og Kúba, lýsi sig frjálsa menn í Ameríku“. Næstu mánuði greip ríkisstjórn Kennedy til ýmissa ráðstafana sem gerðu þjóðum í Evrópu og Rómönsku Ameríku erfitt fyrir með að stunda viðskipti við Kúbu. Í október 1962 lá við að Bandaríkin hæfu kjarnorkustyrjöld í svokallaðri Kúbudeilu, en forsetinn dró í land þar sem ljóst var hve stórt gjaldið yrði andspænis þeirri staðfestu Kúbana að verja land sitt og byltinguna. „Það er á hreinu hjá okkur að ráðist þeir á okkur verður árásarliðinu tortímt,“ sagði Castró í fjöldafundi í aðdraganda atburðanna. Áætlun hernaðaryfirvalda í Pentagon var að 18.500 Bandaríkjamenn myndu falla á fyrstu 10 dögum fyrirhugaðrar innrásar, pólitískt verð sem heimsvaldasinnar voru ekki reiðubúnir til þess að greiða. Í júlí 1963 bannaði Kennedy bandarískum borgurum að ferðast til Kúbu eða eiga viðskipti við landið. Í fimm áratugi hefur efnahags- og viðskiptabannið kostað þjóðina 975 þúsund milljónir dollara að mati kúbanskra stjórnvalda. Á síðasta áratug síðustu aldar herti Bandaríkjastjórn bannið á sama tíma og djúp efnahagskreppa ríkti á Kúbu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin. Það varð ólöglegt fyrir erlend dótturfyrirtæki bandarískra fyrirtækja að stunda viðskipti við Kúbu. Sex mánaða hafnbann var sett á skip sem landað höfðu á Kúbu. Nýlega varð að flytja fund Kúbu og Caricom (viðskiptabandalag Karíbahafslanda) frá Hilton hótelinu á Trinidad og Tobago, þótt hótelið sé í eigu þarlendra stjórnvalda, en því er stjórnað af Hilton Worldwide. Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja tækni í þjónustu sína með því að trufla samskipti, nota internetið og aðra miðla fyrir áróðursstarfsemi og afskipti af innanríkismálum á Kúbu. Síðastliðið haust tók fyrirtækið Washington Software í Maryland að sér að setja upp kerfi fyrir ríkisfé, sem getur sent 24.000 smáskilaboð Bandaríkjastjórnar á viku hverri í alla farsíma á Kúbu. Á síðasta ári samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í tuttugasta sinn að fordæma viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu. Þrjú smáríki sátu hjá (Micronesia, Palau og Marshalleyjar) en aðeins Ísrael greiddi atkvæði gegn tillögunni auk Bandaríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Páll Hersir Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Um fimmtíu ár eru síðan John F. Kennedy Bandaríkjaforseti setti allsherjar viðskiptabann á nýstofnað byltingarríkið á Kúbu, 3. febrúar 1962. Bannið var þáttur í stigvaxandi efnahagslegum refsiaðgerðum, en innrás árið áður hafði mistekist. Allar götur síðan hefur efnahagsstríð verið lykilatriði í tilraunum Bandaríkjastjórnar til að endurreisa kapítalisma á Kúbu. Fjandsamleg afstaða Bandaríkjastjórnar og annarra heimsvaldaríkja gagnvart Kúbu, þ.ám. Íslands, stafar hvorki af óskynsemi né skammtímahagsmunum, né af áhrifum hægrisinna í Miami. Hún stafar af heildarhagsmunum ríkjandi afla. Ráðastéttin í Bandaríkjunum er enn að refsa alþýðufólki á Kúbu fyrir það að taka völdin í janúarbyrjun árið 1959 og halda þeim; fyrir að stökkva spilltri ráðastétt á flótta og endurheimta eigur sínar frá bandarískum auðmönnum sem drottnuðu yfir landinu. Ófyrirgefanlegt, ekki síst af því að í Mið- og Suður-Ameríku, ef ekki víðar, gæti verið á dagskrá að rísa upp og taka málin í sínar hendur; skipuleggja samfélagið á annan hátt. Aðalsynd byltingarleiðtoganna á Kúbu var að standa við það sem þeir sögðust ætla að gera. Á fyrstu mánuðum byltingarinnar voru vextir skornir niður og bannað að mismuna fólki á grundvelli kynþátta. Jarðnæði stærstu jarðeigendanna var tekið eignarnámi og úthlutað til jarðnæðislausra smábænda til ræktar. Stór hluti jarðnæðis, framleiðslutæki, verksmiðjur og innri gerð samfélagsins – allt frá sykurekrum til olíuhreinsunarstöðva, spilavíta og símafyrirtækja – var í höndum bandarískra aðila líkt og gildir um nýlendur. Þegar bandarískum valdhöfum varð ljóst að ekki var hægt að múta nýju byltingarforystunni, neituðu eigendur olíuhreinsunarstöðva á Kúbu að hreinsa olíu sem keypt hafði verið í Sovétríkjunum. Það var um mitt ár 1960. Í kjölfarið tók verkafólk stöðvarnar yfir og hélt vinnslunni áfram. Svar Eisenhowers, þáverandi forseta, var að ógilda samning um aðalútflutningsvöru Kúbu, sykur. Á eftir fylgdi efnahagsleg hryðjuverkastarfsemi. Kúbustjórn brást við með því að yfirtaka næstum allan stærri iðnað sem kúbanskir aðilar áttu og öll bandarísk fyrirtæki. Um miðjan október var búið að þjóðnýta alla banka, að kanadískum bönkum undanskildum. Settar voru skorður við húsaleigu og miðað við hámark 10% tekna fjölskyldunnar. Um þær mundir bannaði Eisenhower allan útflutning til Kúbu, að undanskildum matvælum og lyfjum. Í apríl 1961 gersigruðu Kúbanir á innan við þremur dögum innrásarlið málaliða við Svínaflóa, sem bandarísk stjórnvöld skipulögðu. Daginn eftir að Kennedy tilkynnti um viðskiptabannið 3. febrúar 1962 mætti milljón Kúbana á byltingartorgið í Havana, en þaðan kemur „Önnur Havanayfirlýsingin“ sem var flutt af forsætisráðherra landsins, Fídel Castró. Árásarstefna Bandaríkjastjórnar helgast af ótta, segir þar: „Ekki ótta við kúbönsku byltinguna, heldur af ótta við byltingu í Rómönsku Ameríku; ótta við að undirokaðir íbúar álfunnar vinni sigur á kúgurum sínum og geri eins og Kúba, lýsi sig frjálsa menn í Ameríku“. Næstu mánuði greip ríkisstjórn Kennedy til ýmissa ráðstafana sem gerðu þjóðum í Evrópu og Rómönsku Ameríku erfitt fyrir með að stunda viðskipti við Kúbu. Í október 1962 lá við að Bandaríkin hæfu kjarnorkustyrjöld í svokallaðri Kúbudeilu, en forsetinn dró í land þar sem ljóst var hve stórt gjaldið yrði andspænis þeirri staðfestu Kúbana að verja land sitt og byltinguna. „Það er á hreinu hjá okkur að ráðist þeir á okkur verður árásarliðinu tortímt,“ sagði Castró í fjöldafundi í aðdraganda atburðanna. Áætlun hernaðaryfirvalda í Pentagon var að 18.500 Bandaríkjamenn myndu falla á fyrstu 10 dögum fyrirhugaðrar innrásar, pólitískt verð sem heimsvaldasinnar voru ekki reiðubúnir til þess að greiða. Í júlí 1963 bannaði Kennedy bandarískum borgurum að ferðast til Kúbu eða eiga viðskipti við landið. Í fimm áratugi hefur efnahags- og viðskiptabannið kostað þjóðina 975 þúsund milljónir dollara að mati kúbanskra stjórnvalda. Á síðasta áratug síðustu aldar herti Bandaríkjastjórn bannið á sama tíma og djúp efnahagskreppa ríkti á Kúbu vegna hruns viðskipta við Sovétríkin. Það varð ólöglegt fyrir erlend dótturfyrirtæki bandarískra fyrirtækja að stunda viðskipti við Kúbu. Sex mánaða hafnbann var sett á skip sem landað höfðu á Kúbu. Nýlega varð að flytja fund Kúbu og Caricom (viðskiptabandalag Karíbahafslanda) frá Hilton hótelinu á Trinidad og Tobago, þótt hótelið sé í eigu þarlendra stjórnvalda, en því er stjórnað af Hilton Worldwide. Bandaríkjastjórn hefur tekið nýja tækni í þjónustu sína með því að trufla samskipti, nota internetið og aðra miðla fyrir áróðursstarfsemi og afskipti af innanríkismálum á Kúbu. Síðastliðið haust tók fyrirtækið Washington Software í Maryland að sér að setja upp kerfi fyrir ríkisfé, sem getur sent 24.000 smáskilaboð Bandaríkjastjórnar á viku hverri í alla farsíma á Kúbu. Á síðasta ári samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna í tuttugasta sinn að fordæma viðskiptabann Bandaríkjanna á Kúbu. Þrjú smáríki sátu hjá (Micronesia, Palau og Marshalleyjar) en aðeins Ísrael greiddi atkvæði gegn tillögunni auk Bandaríkjanna.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun