Segist hafa ætlað að afhöfða Brundtland 20. apríl 2012 06:00 Breivik heilsaði ekki að nasista-sið þegar hann gekk í dómsalinn í gær. Verjandi hans, Geir Lippestad, fylgdist með framburði hans.nordicphotos/afp Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira
Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik sagðist í vitnastúku í gær hafa ætlað að afhöfða Gro Harlem Brudtland, fyrrum forsætisráðherra Noregs og leiðtoga norska verkamannaflokksins. Hann sagðist einnig hafa ætlað að myrða alla á Útey þann 22. júlí síðastliðið sumar. Gro Harlem Brundtland var farin af eyjunni þegar Breivik hóf þar skothríð sína en Breivik sagði við vitnaleiðslur hafa ætlað að afhöfða Brundtland. Hann hafi verið hrifinn af leiðum al-Kaída við afhöfðanir. „Afhöfðun er hefðbundin evrópsk dauðarefsing,“ sagði hann. „Afhöfðuninni var ætlað að vera mikilvægt sálfræðilegt vopn.“ Brundtland var forsætisráðherra Noregs á níunda og tíunda áratug síðustu aldar og gengdi stöðu forstjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar árin 1998 til 2003. Breivik segist hafa viljað taka það upp á myndband þegar hann kæmi aftan að henni á Úteyju og afhöfðaði. Myndbandinu hafi hann svo ætlað að hlaða á internetið. Anders Breivik sýndi engin merki um iðrun og sagði fórnarlömb sín hafa verið „svikara“. „Markmiðið var ekki að myrða 69 á Útey. Markmiðið var að myrða alla,“ sagði hann. „Ég taldi lífslíkur allra á eyjunni 5 prósent.“ Þá sagði hann réttinum frá því að hafa ætlað að sprengja þrjár sprengjur í Ósló, þar á meðal eina í konungshöllinni. Meðlimir konungsfjölskyldunnar áttu hins vegar ekki að verða fyrir henni enda væru þjóðernissinnar, eins og hann, stuðningsmenn erfðaveldisins. Sprengjan hafi hins vegar á endanum aðeins verið ein því það hafi komið honum á óvart hversu erfitt væri að búa til sprengju. Breivik einangraði sig í heilt ár til þess að undirbúa ódæðin í Noregi í fyrra. Hann segist hafa spilað tölvuleiki í sextán klukkustundir á dag til að drepa tímann. „Það var bara til skemmtunar og hefur ekkert með 22. júlí að gera.“ Búist er við að réttarhöldin taki að minnsta kosti tíu vikur og er meginverkefni réttarins að skera úr um sakhæfi Breiviks. Verði hann talinn sakhæfur bíður hans að öllum líkindum fangelsisvist til æviloka. Ef ekki verður hann vistaður á réttargeðdeild svo lengi sem hann er talinn sjúkur. birgirh@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Sjá meira