Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis 20. apríl 2012 09:30 Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar