Verðbólgan og meint auðsöfnun innflytjenda erlendis 20. apríl 2012 09:30 Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Hún er lífseig sagan af innflytjendum sem hagnast á verðbólguumhverfi með því að hækka verð umfram kostnað. Nýlegt dæmi er að fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra sagði í blaðagrein á dögunum að ýmislegt benti til að þráláta verðbólgu undanfarinna missera mætti meðal annars skýra með óeðlilegri hækkun innflutningsverðlags vegna þess að innflytjendur væru að safna fé á erlenda reikninga. Engin frekari skýring var gefin á þessari fullyrðingu í greininni. Fyrir þá sem vilja kynna sér staðreyndir um verðlagsþróun á Íslandi undanfarin misseri nefnum við hér tvö dæmi: Samkeppniseftirlitið gaf nýverið út skýrslu um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði. Í skýrslunni var verð á dagvöru á árabilinu 2006 til 2011 skoðað sérstaklega með því bera saman verðþróun dagvöru við heildsöluverð, gengisþróun, kostnaðarþætti og fleira. Undir yfirskriftinni „hækkandi verð á dagvöru skýrist af ytra umhverfi" segir m.a. í skýrslu eftirlitsins: „Niðurstöður þessa samanburðar gefa ekki vísbendingar um að verð á dagvöru hafi hækkað meira en gengisþróun og verðhækkun á sömu vöru og hráefnum frá erlendum birgjum gáfu tilefni til. Þá hefur vísitala innlendrar mat- og drykkjarvöru hækkað svipað og verð á sömu vöru í smásölu." Ekki styður þessi könnun Samkeppniseftirlitsins fullyrðingar um að innflytjendur eða smásalar hafi notað tækifærið til að hækka verð umfram kostnað."Verðbólgan er innlend“Vikuritið Vísbending birti síðan mjög áhugaverða grein þann 9. apríl sl. undir yfirskriftinni „Verðbólgan er innlend". Þar er verðbólga sl. 12 mánaða (frá mars 2011 til mars 2012) skoðuð sérstaklega með því að bera saman hækkanir einstakra undirliða vísitölunnar. Niðurstaðan er sú að helstu hækkunarliðirnir eru innlendir. Um verðþróun innfluttrar vöru segir m.a. í Vísbendingu: „Sérstaka athygli vekur að erlend mat- og drykkjarvara hefur ekki hækkað á undanförnum tólf mánuðum svo neinu nemi. Þetta þýðir að erlendir birgjar, innflytjendur og smásalar hafa tekið á sig þá 8-9% hækkun sem hefði átt að lenda hjá neytendum ef aðeins er litið á veikingu krónunnar og erlendar verðhækkanir." Við höfum hér nefnt tvö dæmi sem byggja á faglegri greiningu og staðreyndum. Bæði sýna með skýrum hætti að ekki er með nokkru móti hægt að sjá að innflutningsaðilar hafi notið góðs af þeirri verðlagshækkun sem orðið hefur undanfarin misseri. Hin bitri sannleikur er sá að allir tapa á núverandi ástandi! Lausnin felst í raunsærri langtímasýn á stjórnun efnahagsmála sem tryggir aukinn kaupmátt og stöðugra verðlag. Svo væri nú ekki verra að fá faglega opinbera umræðu í kaupbæti. Margrét Guðmundsdóttir, formaður Félags atvinnurekenda Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun