Þörf á endurskoðun 24. apríl 2012 06:00 róbert Spanó Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." thorgils@frettabladid.is Landsdómur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Nú þegar Landsdómur hefur lokið störfum sínum í fyrsta skipti, með úrskurði í máli Geirs Haarde, telur Róbert Spanó, lagaprófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, tilefni til að endurskoða fyrirkomulag málshöfðunar til Landsdóms. „Við ættum að íhuga hvort við viljum hafa sambærilegt kerfi til framtíðar," segir Róbert. „Sérstaklega hvað varðar það fyrirkomulag sem fjórtánda grein stjórnarskrár gerir ráð fyrir, að ákæruvald á hendur ráðherra sé á höndum Alþingis." Burtséð frá þessu ákveðna máli segir hann ákvörðun Alþingis um ákæru í slíkum málum ekki mega bjóða upp á deilur á flokkspólitískum forsendum. Ákæran og málarekstur yfir Geir hafi skapað úlfúð í samfélaginu og ásakanir hafi gengið á báða bóga um hvort ákvörðunin hafi verið tekin á réttum forsendum. „Það verður að ríkja traust um málsmeðferðina og þess vegna held ég að ástæða sé til þess að velta fyrir sér hvort að annað fyrirkomulag gæti verið hentugra." Róbert tekur fram að ferlið sé tvíþætt, annars vegar ákvörðunin um málshöfðun og hins vegar meðferð málsins fyrir Landsdómi. Varðandi hið síðarnefnda, hafi hann enn ekki séð annað en að málsmeðferð dómsins hafi verið í samræmi við gildandi reglur. Guðmundur Hálfdanarsson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir ákveðin skilaboð felast í dómnum. „Þarna eru skilaboð um að taka beri rannsóknarskýrslu Alþingis alvarlega. Þar komu fram alvarlegar athugasemdir um stjórnsýslu á Íslandi í aðdraganda hrunsins." Guðmundur segir jafnframt að meðferð Alþingis á málinu hafi orkað tvímælis. Annars vegar hafi þingmannanefnd lagt til að fjórir fyrrverandi ráðherrar yrðu ákærðir, en ekki þrír eins og rannsóknarnefndin lagði til, og hins vegar hafi Geir einn verið ákærður. „Það hefði verið sterkara að tengja málið við skýrsluna og líta á Landsdóm sem ákveðinn dómsúrskurð um gildi rannsóknarnefndarinnar," segir hann. Spurður hvort Landsdómur hafi fest sig í sessi með málinu segir Guðmundur það vera óljóst. „Ég held ekki að nokkur maður geti talið það góða hugmynd að Alþingi sé að ákæra menn í nokkurs konar pólitískum kappleik." thorgils@frettabladid.is
Landsdómur Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Fleiri fréttir Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent