Í kjölfar dóms Landsdóms Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 25. apríl 2012 06:00 Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta. Ráðherranefnd um efnahagsmálÞegar árið 2009 voru settar á fót ráðherranefndir m.a. um efnahagsmál. Þessar nefndir starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem heldur fundi a.m.k. vikulega, eru lögð fram skrifleg gögn um ástand á fjármálamörkuðum o.fl. sem varðar efnahagslífið auk stærstu mála nefndar um fjármálastöðugleika og áhættuþættir í efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá eru reglulega kallaðir til funda við nefndina forsvarsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri aðila sem gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sitja alla fundina og fá til sín aðra ráðherra ef tilefni er til. Nefndin er því verkstjórnar- og samhæfingarvettvangur og þar eru mál sem varða efnahagsmál í víðum skilningi rædd og þeim komið í farveg. Stærstu málin sem rædd eru í nefndinni eru jafnframt tekin upp í ríkisstjórn og allir ráðherrar fá fundargerðir allra ráðherranefndafunda sendar og geta tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem þar hafa verið rædd. Ný lög um Stjórnarráð ÍslandsÍ nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands er nú skýrt kveðið á um að mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem lagði til breytingar á starfsháttum og skilaði skýrslunni Samhent stjórnsýsla þar sem er finna ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin starfaði skiluðu rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslum sínum auk þess sem starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð Stjórnsýslunnar við skýrslu RNA skilaði sinni skýrslu. Á grunni þessara skýrslna var unnið frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið að lögum þar sem sérstaklega er fjallað um ríkisstjórn og samhæfingu starfa milli ráðherra. Skýrt er hvað átt er við með mikilvægum stjórnarmálefnum sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta og hlutverk forsætisráðherra í því efni. Starfsreglur ríkisstjórnar og ráðherranefnda hafa í kjölfarið verið endurskoðaðar auk reglna um skráningu formlegra samskipta við aðila innan og utan Stjórnarráðs Íslands. Formfesta í vinnubrögðumForsætisráðuneytið mun að sjálfsögðu fara ítarlega yfir dóm Landsdóms ásamt öllum ráðuneytum innan Stjórnarráðs Íslands og skoða hvort tilefni sé til fleiri breytinga til þess að tryggja enn frekar formfestu og reglufestu í vinnubrögðum. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsemi forsætisráðuneytisins til þess að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki sínu en í dómi Landsdóms er m.a. fjallað um forystuhlutverk forsætisráðuneytisins sem leiða má af 17. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð fyrir formlegum ráðherranefndum né markvissri eftirfylgni með stjórnarsáttmálum ríkisstjórna utan ríkisstjórnarfunda. Þessu hefur verið breytt og ráðuneyti sameinuð og efld. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt áherslu á að efla stjórnsýsluna og styrkja í takt við þær ábendingar sem fram hafa komið, ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eins og ég hef bent á í þessari grein hefur ýmislegt þegar verið gert og áfram verður haldið á sömu braut. Efling og styrking stjórnsýslunnar er stöðugt viðfangsefni og við erum mjög langt komin í því að innleiða breytingar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt í þeim efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í kjölfar dóms Landsdóms hefur spunnist mikil umræða um störf ríkisstjórna og stjórnsýslu og jafnvel verið látið í veðri vaka að ekkert hafi verið gert til þess að bæta þau vinnubrögð sem dómurinn gagnrýnir. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt sérstaka áherslu á umbætur í stjórnsýslu á kjörtímabilinu, ekki síst varðandi vinnubrögð ríkisstjórna og á ráðherrafundum auk fækkunar og styrkingar ráðuneyta. Ráðherranefnd um efnahagsmálÞegar árið 2009 voru settar á fót ráðherranefndir m.a. um efnahagsmál. Þessar nefndir starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Í ráðherranefnd um efnahagsmál, sem heldur fundi a.m.k. vikulega, eru lögð fram skrifleg gögn um ástand á fjármálamörkuðum o.fl. sem varðar efnahagslífið auk stærstu mála nefndar um fjármálastöðugleika og áhættuþættir í efnahagslífi vaktaðir og metnir. Þá eru reglulega kallaðir til funda við nefndina forsvarsmenn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fleiri aðila sem gegna mikilvægu hlutverki á þessu sviði. Forsætisráðherra, efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra sitja alla fundina og fá til sín aðra ráðherra ef tilefni er til. Nefndin er því verkstjórnar- og samhæfingarvettvangur og þar eru mál sem varða efnahagsmál í víðum skilningi rædd og þeim komið í farveg. Stærstu málin sem rædd eru í nefndinni eru jafnframt tekin upp í ríkisstjórn og allir ráðherrar fá fundargerðir allra ráðherranefndafunda sendar og geta tekið upp í ríkisstjórn öll mál sem þar hafa verið rædd. Ný lög um Stjórnarráð ÍslandsÍ nýjum lögum um Stjórnarráð Íslands er nú skýrt kveðið á um að mikilvæg stjórnarmálefni skuli rædd á ríkisstjórnarfundum. Árið 2009 skipaði ég nefnd um endurskoðun laga um Stjórnarráð Íslands sem lagði til breytingar á starfsháttum og skilaði skýrslunni Samhent stjórnsýsla þar sem er finna ýmsar ábendingar um það sem betur mætti fara í starfsemi Stjórnarráðsins. Á meðan nefndin starfaði skiluðu rannsóknarnefnd Alþingis og þingmannanefndin, sem fór yfir skýrslu rannsóknarnefndarinnar, skýrslum sínum auk þess sem starfshópur forsætisráðherra um viðbrögð Stjórnsýslunnar við skýrslu RNA skilaði sinni skýrslu. Á grunni þessara skýrslna var unnið frumvarp til laga um Stjórnarráð Íslands sem nú er orðið að lögum þar sem sérstaklega er fjallað um ríkisstjórn og samhæfingu starfa milli ráðherra. Skýrt er hvað átt er við með mikilvægum stjórnarmálefnum sem ræða skal í ríkisstjórn. Þá er m.a. kveðið á um þá skyldu ráðherra að samhæfa stefnu og aðgerðir ráðuneyta og hlutverk forsætisráðherra í því efni. Starfsreglur ríkisstjórnar og ráðherranefnda hafa í kjölfarið verið endurskoðaðar auk reglna um skráningu formlegra samskipta við aðila innan og utan Stjórnarráðs Íslands. Formfesta í vinnubrögðumForsætisráðuneytið mun að sjálfsögðu fara ítarlega yfir dóm Landsdóms ásamt öllum ráðuneytum innan Stjórnarráðs Íslands og skoða hvort tilefni sé til fleiri breytinga til þess að tryggja enn frekar formfestu og reglufestu í vinnubrögðum. Þá hafa verið gerðar breytingar á starfsemi forsætisráðuneytisins til þess að gera því betur kleift að sinna forystuhlutverki sínu en í dómi Landsdóms er m.a. fjallað um forystuhlutverk forsætisráðuneytisins sem leiða má af 17. gr. stjórnarskrárinnar. Ekki var hefð fyrir formlegum ráðherranefndum né markvissri eftirfylgni með stjórnarsáttmálum ríkisstjórna utan ríkisstjórnarfunda. Þessu hefur verið breytt og ráðuneyti sameinuð og efld. Ríkisstjórnir mínar hafa lagt áherslu á að efla stjórnsýsluna og styrkja í takt við þær ábendingar sem fram hafa komið, ekki síst í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Eins og ég hef bent á í þessari grein hefur ýmislegt þegar verið gert og áfram verður haldið á sömu braut. Efling og styrking stjórnsýslunnar er stöðugt viðfangsefni og við erum mjög langt komin í því að innleiða breytingar í samræmi við ábendingar Rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að þakka frábæru starfsfólki Stjórnarráðsins fyrir framlag sitt í þeim efnum.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun