Aukinn jöfnuður og bætt kjör Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2012 06:00 Einhver mesti og besti ávöxtur verkalýðsbaráttunnar frá upphafi er almannatryggingarkerfi fyrir þjóðina alla og velferðarstjórn-mál. Í þessu tvennu birtist vel hugmyndin um jöfnuð; jöfn tækifæri til menntunar og þroska óháð samfélagsstöðu, kyni eða tekjum. Á uppgangsárum nýfrjálshyggjunnar síðustu 30 árin hefur verið grafið undan hugmyndum um jöfnuð. Einstaklingsfrelsi var helsta slagorðið og því haldið á lofti að farsæld allra fælist í því að draga sem mest úr umsvifum ríkisins, þar á meðal eftirliti með því að allir færu að settum reglum. Bankar voru einkavæddir og einkavæðing innan mennta- og heilbrigðiskerfisins var sett á dagskrá. Á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, er verðugt að hafa hugfast að frjálshyggjustefnan leiddi öðru fremur til ábyrgðarleysis og lausungar í viðskiptalífi sem á endanum kallaði yfir þjóðina einhverja mestu efnahagslegu ógæfu sem um getur. Bóluhagnaði stungu gæðingar og gráðugir menn í vasa sína en skildu almenning og almannasjóði eftir með sárt ennið. Eftir því er tekið víða um lönd hversu vel ríkisstjórn jafnaðar- og vinstrimanna á Íslandi hefur tekist að verja velferðar- og almannatryggingarkerfið í þessum efnahagslegu hamförum. Þótt eðlilega gremjist mörgum enn stórfelldar hækkanir heimilisskulda og verðlags í kjölfar bankahrunsins, er það engu að síður staðreynd að samkvæmt samræmdum mælingum Hagstofunnar er hættan á fátækt og félagslegri einangrun minnst hér á landi í allri Evrópu. Jöfnuður aukinn eftir hruniðÞað er engin tilviljun að kjaraskerðing eftir bankahrunið varð mest meðal þeirra sem ríkastir voru hér á landi en minnst meðal þeirra fátækustu. Í nýrri athugun Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að þessu hafi víðast verið öfugt farið, m.a. á Írlandi árin 2008 til 2009. Þar nam kjaraskerðing fátækasta tíundarhluta þjóðarinnar 26 prósentum en var aðeins um 9 prósent meðal sama tekjuhóps á Íslandi árin 2008 til 2010. Ríkasti tíundarhlutinn á Íslandi sætti aftur á móti 38 prósenta kjaraskerðingu meðan sami tekjuhópur á Írlandi hélt sínu og vel það þrátt fyrir kreppuna. Engum blandast hugur um það að þessar ólíku niðurstöður tengjast pólitískri stefnumörkun. Niðurstaða rannsóknar Þjóðmálastofnunar er ótvíræð: Skattbyrði lágtekjuhópa hefur lækkað verulega á sama tíma og tekjuhærri hópar bera hlutfallslega meiri byrðar, en tekjuskattur hefur lækkað hjá 6 af hverjum 10 í landinu. Ríkisstjórninni hefur tekist að snúa þróun jöfnuðar á Íslandi rækilega við. Eftir um tíu ára skeið vaxandi ójöfnuðar í aðdraganda hrunsins er nú svo komið, aðeins fjórum árum síðar, að tekjuskiptingin er um það bil sú sama og hún var árið 1998. Mesta kaupmáttaraukning í 13 árMeðan þessu vindur fram dregur jafnt og þétt úr atvinnuleysi. Það var liðlega 7 prósent fyrsta ársfjórðunginn og er Ísland nú í hópi OECD þjóða þar sem atvinnuleysi er hvað minnst. Störfum fjölgaði um 1.300 á fyrsta ársfjórðungi og atvinnulausum fækkaði um 1.000 miðað við sama tímabil í fyrra. Það er ánægjulegt að laun hækki á sama tíma og jöfnuður eykst eins og reyndin er. Enn ánægjulegra er að sjá í nýjum gögnum Hagstofu Íslands að kaupmáttur launa hafi hækkað um 5,3 prósent síðustu 12 mánuðina. Svo mikil hækkun hefur ekki mælst hér á landi í 13 ár. Ríkisstjórnin er mjög vel meðvituð um að enn eiga margir fullt í fangi með að ná endum saman vegna hækkunar skulda og greiðsluvanda sem loðað hefur við mörg heimili frá bankahruninu. En það er ósanngjarnt og nánast lýðskrum að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst til bjargar heimilum í vanda. Þvert á móti er til þess tekið í skýrslum og erlendum fjölmiðlum, hversu vel hefur til tekist hér á landi. Frítekjumörk lífeyristekna þrefölduðÞótt fjöldi aldraðra hafi upplifað skerðingu lífskjara í kjölfar hrunsins og margir miklar fjárhagslegar þrengingar, ekki síst vegna veikingar íslensku krónunnar og hækkunar verðlags og skulda, hafa lægstu bætur lífeyrisþega hækkað um 60 til 70 prósent frá árinu 2008. Skerðingar vegna tekna maka heyra nú sögunni til og lágmarksframfærslutrygging hefur verið innleidd fyrir alla lífeyrisþega. Tekið hefur verið á víxlverkan bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða, en gert er ráð fyrir að frítekjumark lífeyrisþega vegna greiðslna úr almennum lífeyrissjóðum verði þrefaldað á næstu þremur árum; fari úr 120 þúsund krónum í 329 þúsund krónur. Stærri hluta þjóðarkökunnar hefur verið varið til velferðarmála en á hátindi góðærisins og framlög til almannatrygginga hafa aukist um 50 prósent á liðnum 5 árum. Þessar margþættu aðgerðir hafa skilað miklum árangri og varið kjör lífeyrisþega umtalsvert. Árið 2007 og 2008 voru um 15 prósent 65 ára og eldri undir skilgreindu lágtekjumörkum ESB, þriðjungi fleiri en meðaltalið þessi ár í öðrum hópum. En nú stendur enginn einn hópur eins vel á Íslandi hvað þetta varðar en 4,3 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri hafa tekjur undir lágtekjumörkum ESB. Kröftug lífskjarasókn framundanAllt bendir til að framundan séu vaxandi umsvif og verðmætasköpun í samfélaginu, með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjörum alls almennings. Hagvaxtarhorfur í heiminum fara batnandi, allar helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar eru í sókn, ekki síst ferðaþjónustan, sjávarútvegur, stóriðja og hinar skapandi greinar. Með vaxandi bjartsýni hér heima og auknu trausti erlendra aðila á framvindu efnahagsbatans á Íslandi aukast líkurnar á erlendri fjárfestingu og enn frekari uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Enda eru fjölmörg stór fjárfestingarverkefni í skoðun um þessar mundir – bæði hjá innlendum og erlendum fjárfestum. Það er því full ástæða til bjartsýni um að framundan sé kröftug lífskjarasókn á Íslandi. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkalýðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver mesti og besti ávöxtur verkalýðsbaráttunnar frá upphafi er almannatryggingarkerfi fyrir þjóðina alla og velferðarstjórn-mál. Í þessu tvennu birtist vel hugmyndin um jöfnuð; jöfn tækifæri til menntunar og þroska óháð samfélagsstöðu, kyni eða tekjum. Á uppgangsárum nýfrjálshyggjunnar síðustu 30 árin hefur verið grafið undan hugmyndum um jöfnuð. Einstaklingsfrelsi var helsta slagorðið og því haldið á lofti að farsæld allra fælist í því að draga sem mest úr umsvifum ríkisins, þar á meðal eftirliti með því að allir færu að settum reglum. Bankar voru einkavæddir og einkavæðing innan mennta- og heilbrigðiskerfisins var sett á dagskrá. Á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, er verðugt að hafa hugfast að frjálshyggjustefnan leiddi öðru fremur til ábyrgðarleysis og lausungar í viðskiptalífi sem á endanum kallaði yfir þjóðina einhverja mestu efnahagslegu ógæfu sem um getur. Bóluhagnaði stungu gæðingar og gráðugir menn í vasa sína en skildu almenning og almannasjóði eftir með sárt ennið. Eftir því er tekið víða um lönd hversu vel ríkisstjórn jafnaðar- og vinstrimanna á Íslandi hefur tekist að verja velferðar- og almannatryggingarkerfið í þessum efnahagslegu hamförum. Þótt eðlilega gremjist mörgum enn stórfelldar hækkanir heimilisskulda og verðlags í kjölfar bankahrunsins, er það engu að síður staðreynd að samkvæmt samræmdum mælingum Hagstofunnar er hættan á fátækt og félagslegri einangrun minnst hér á landi í allri Evrópu. Jöfnuður aukinn eftir hruniðÞað er engin tilviljun að kjaraskerðing eftir bankahrunið varð mest meðal þeirra sem ríkastir voru hér á landi en minnst meðal þeirra fátækustu. Í nýrri athugun Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands kemur fram að þessu hafi víðast verið öfugt farið, m.a. á Írlandi árin 2008 til 2009. Þar nam kjaraskerðing fátækasta tíundarhluta þjóðarinnar 26 prósentum en var aðeins um 9 prósent meðal sama tekjuhóps á Íslandi árin 2008 til 2010. Ríkasti tíundarhlutinn á Íslandi sætti aftur á móti 38 prósenta kjaraskerðingu meðan sami tekjuhópur á Írlandi hélt sínu og vel það þrátt fyrir kreppuna. Engum blandast hugur um það að þessar ólíku niðurstöður tengjast pólitískri stefnumörkun. Niðurstaða rannsóknar Þjóðmálastofnunar er ótvíræð: Skattbyrði lágtekjuhópa hefur lækkað verulega á sama tíma og tekjuhærri hópar bera hlutfallslega meiri byrðar, en tekjuskattur hefur lækkað hjá 6 af hverjum 10 í landinu. Ríkisstjórninni hefur tekist að snúa þróun jöfnuðar á Íslandi rækilega við. Eftir um tíu ára skeið vaxandi ójöfnuðar í aðdraganda hrunsins er nú svo komið, aðeins fjórum árum síðar, að tekjuskiptingin er um það bil sú sama og hún var árið 1998. Mesta kaupmáttaraukning í 13 árMeðan þessu vindur fram dregur jafnt og þétt úr atvinnuleysi. Það var liðlega 7 prósent fyrsta ársfjórðunginn og er Ísland nú í hópi OECD þjóða þar sem atvinnuleysi er hvað minnst. Störfum fjölgaði um 1.300 á fyrsta ársfjórðungi og atvinnulausum fækkaði um 1.000 miðað við sama tímabil í fyrra. Það er ánægjulegt að laun hækki á sama tíma og jöfnuður eykst eins og reyndin er. Enn ánægjulegra er að sjá í nýjum gögnum Hagstofu Íslands að kaupmáttur launa hafi hækkað um 5,3 prósent síðustu 12 mánuðina. Svo mikil hækkun hefur ekki mælst hér á landi í 13 ár. Ríkisstjórnin er mjög vel meðvituð um að enn eiga margir fullt í fangi með að ná endum saman vegna hækkunar skulda og greiðsluvanda sem loðað hefur við mörg heimili frá bankahruninu. En það er ósanngjarnt og nánast lýðskrum að halda því fram að ríkisstjórnin hafi lítið aðhafst til bjargar heimilum í vanda. Þvert á móti er til þess tekið í skýrslum og erlendum fjölmiðlum, hversu vel hefur til tekist hér á landi. Frítekjumörk lífeyristekna þrefölduðÞótt fjöldi aldraðra hafi upplifað skerðingu lífskjara í kjölfar hrunsins og margir miklar fjárhagslegar þrengingar, ekki síst vegna veikingar íslensku krónunnar og hækkunar verðlags og skulda, hafa lægstu bætur lífeyrisþega hækkað um 60 til 70 prósent frá árinu 2008. Skerðingar vegna tekna maka heyra nú sögunni til og lágmarksframfærslutrygging hefur verið innleidd fyrir alla lífeyrisþega. Tekið hefur verið á víxlverkan bóta almannatrygginga og lífeyrissjóða, en gert er ráð fyrir að frítekjumark lífeyrisþega vegna greiðslna úr almennum lífeyrissjóðum verði þrefaldað á næstu þremur árum; fari úr 120 þúsund krónum í 329 þúsund krónur. Stærri hluta þjóðarkökunnar hefur verið varið til velferðarmála en á hátindi góðærisins og framlög til almannatrygginga hafa aukist um 50 prósent á liðnum 5 árum. Þessar margþættu aðgerðir hafa skilað miklum árangri og varið kjör lífeyrisþega umtalsvert. Árið 2007 og 2008 voru um 15 prósent 65 ára og eldri undir skilgreindu lágtekjumörkum ESB, þriðjungi fleiri en meðaltalið þessi ár í öðrum hópum. En nú stendur enginn einn hópur eins vel á Íslandi hvað þetta varðar en 4,3 prósent þeirra sem eru 65 ára og eldri hafa tekjur undir lágtekjumörkum ESB. Kröftug lífskjarasókn framundanAllt bendir til að framundan séu vaxandi umsvif og verðmætasköpun í samfélaginu, með auknum hagvexti, fjölgun starfa og bættum lífskjörum alls almennings. Hagvaxtarhorfur í heiminum fara batnandi, allar helstu útflutningsgreinar þjóðarinnar eru í sókn, ekki síst ferðaþjónustan, sjávarútvegur, stóriðja og hinar skapandi greinar. Með vaxandi bjartsýni hér heima og auknu trausti erlendra aðila á framvindu efnahagsbatans á Íslandi aukast líkurnar á erlendri fjárfestingu og enn frekari uppbyggingu atvinnulífs hér á landi. Enda eru fjölmörg stór fjárfestingarverkefni í skoðun um þessar mundir – bæði hjá innlendum og erlendum fjárfestum. Það er því full ástæða til bjartsýni um að framundan sé kröftug lífskjarasókn á Íslandi. Ég sendi öllu launafólki í landinu góðar kveðjur á baráttudegi verkalýðsins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun