Ísland vitundarvakning um mikilvægi jökla og íss 23. júní 2012 06:15 Jökullinn verður lýstur upp í september 2013 undir tónlist Bergljótar Arnalds. fréttablaðið/vilhelm Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp Loftslagsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Íslenska verkefnið Vox Naturae var kynnt á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál, sem haldin er í Brasilíu. Verkefninu er ætlað að bregða ljósi á mikilvægi jökla og íss og þau áhrif sem hlýnun jarðar hefur. Dr. Ania Grobicki, aðalritari samtakanna Global Water Partnership, en það eru stærstu alþjóðasamtök um sjálfbæra notkun á vatnsauðlindum jarðar, fjallaði um verkefnið. Hún sat í pallborði á fundi um mikilvægi fjallgarða fyrir hið græna hagkerfi, ásamt ráðherrum og forsvarsmönnum alþjóðastofnana. Verkefnið Vox Naturae felst meðal annars í gjörningi við Svínafellsjökul, en í september 2013 verður jökullinn lýstur upp og tónlist Bergljótar Arnalds, sem byggir á hljóðum jökla, ljær jöklinum rödd. Þá verður hleypt af stokkunum alþjóðlegum verkefnum varðandi áhrif loftslagsbreytinga á jökla, ís og vatn. Páll Ásgeir Davíðsson, framkvæmdastjóri Vox Naturae, segir mikilvægt að verkefnið hafi fengið þessa kynningu í Brasilíu. Hann segir vandamálið varðandi loftslagsbreytingar það að þær gerist svo hægt að erfitt sé að sjá þær. „Skýrasta merkið sem náttúran sendir okkur er bráðnun íss og jökla. Ísinn er hitamælir jarðarinnar og við hér í norðri berum ákveðna ábyrgð. Með okkar sagnahefð og nálægð við jöklana getum við sýnt heiminum hvað er að gerast fyrr en nokkur annar.“ Dr. Grobicki sagði á fundinum að Ísland yrði vettvangur fyrir einstaka vitundarvakningu um vægi íss og jökla fyrir mannkynið allt. - kóp
Loftslagsmál Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira