Veiðigjald: Hvers vegna að rífast? Þorkell Helgason skrifar 27. júní 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun