Veiðigjald: Hvers vegna að rífast? Þorkell Helgason skrifar 27. júní 2012 06:00 Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Í leiðara Fréttablaðsins 21. júní sl. dregur ritstjóri blaðsins saman stöðuna í kvótamálinu nú að þingi loknu. Hann fagnar því réttilega að „þverpólitísk samstaða [hafi orðið] um að fiskveiðiauðlindin væri sameign þjóðarinnar, að kvótinn væri aðeins afnotaréttur og að innheimta ætti auðlindagjald fyrir þau afnot. Landssamband íslenzkra útvegsmanna væri meira að segja búið að fallast á þessar grundvallarkröfur, en að ágreiningurinn væri fyrst og fremst um upphæð gjaldsins." Síðan bætir hann við þeirri skoðun sinni að „[v]eiðigjaldið [sé] að líkindum of hátt, þrátt fyrir málamiðlunina. … Það er engum í hag að kyrkja gullgæsina, sem stendur undir svo mikilli verðmætasköpun í landinu." Það á ekki að þurfa að deila um það hvert sé hið „rétta" pólitískt ákvarðaða veiðigjald. Við því mun aldrei finnast neitt algilt svar. Segjum að þjóðin ætti olíuna sem þarf á skipin og að þingmönnum væri falið að verðleggja þessa mikilvægu rekstrarvöru útgerðarinnar. Er líklegt að sátt yrði um verðið? Sem betur fer er það liðin tíð að stjórnvöld, hvað þá þingmenn, séu að véla um verð á einstökum vörum. Það er löngu búið að finna upp almenna og hagkvæma aðferð til verðlagningar sem er verðmyndun á frjálsum markaði. Hví er nær aldrei fjallað um markaðsleiðir til ákvörðunar á veiðigjaldi, hvorki af stjórnmálamönnum né af virtum ritstjórum, núverandi eða fyrrverandi? Í þess stað er karpað um of lágt eða of hátt veiðigjald. Um markaðsleiðir hefur þó margt verið skrafað og skrifað, t.d. í ítarlegri skýrslu handa svokallaðri sáttanefnd í sjávarútvegsmálum; sjá 8. fylgiskjal á vefsíðunni www.sjavarutvegsraduneyti.is/frettir/frettatilkynningar/nr/10194 en þar er útfærð markaðsleið með fyrningu og uppboðum á kvótum. Undirritaður rifjaði málið upp í Fréttablaðinu 14. júní sl. „Gullgæsin", svo að notuð sé samlíking Fréttablaðsritstjórans, á sjálf að ákvarða hvað hún er fús að greiða fyrir mikilvægustu aðföng sín, fiskinn í sjónum. En hver einstök gæs verður að taka þá ákvörðun, ekki landssamband gæsanna og heldur ekki gæsahirðarnir við stjórnvölinn.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar