Skattgreiðendur urðu ekki fyrir tjóni Illugi Gunnarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun