Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar 27. október 2025 13:01 Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Byggðamál Áfengi Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun