Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar 27. október 2025 13:01 Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt S. Benediktsson Verslun Byggðamál Áfengi Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Þegar síðsumars var tilkynnt um lokun verslunarinnar Hamonu sáu íbúar við Dýrafjörð ekki aðeins fram á að missa einu kjörbúðina og sjoppuna í firðinum heldur líka afhendingarstað netverslunar ÁTVR. Til þessa gat heimafólk í einni ferð sótt til Hamonu mjólk í kaffið, brauð og bakkelsi, ávexti og grænmeti, kippu af bjór og gin ef þannig lá á því. Rekstur Hamonu gekk nokkuð vel á sumrin en viðskiptin voru ekki næg yfir vetrarmánuðina, útskýrði Elísa Björk Jónsdóttir, kaupmaðurinn, í viðtali við Morgunblaðið. Er það örugglega veruleiki sem kaupmenn í litlum bæjum og þorpum á landsbyggðinni þekkja því miður of vel. Fyrir heimafólk í Dýrafirði er slík lokun mikið áfall. Næsta matvörubúð er nú í 48 kílómetra fjarlægð, á Ísafirði. Þeir kílómetrar eru erfiðir í vetrarfærðinni. Fjallvegirnir á Vestfjörðum eru ekkert grín í skammdeginu. Gunnubúð á Raufarhöfn og Jónsabúð á Grenivík ÁTVR er með sex aðra afhendingarstaði í litlum verslunum í landsbyggðunum. Þeir eru: Búðin, Borgarfirði eystri Gunnubúð, Raufarhöfn Jónsabúð, Grenivík Búðin, Grímsey Hríseyjarbúðin, Hrísey Vegamót, Bíldudal Tekjur af íbúum Þingeyrar Árið 2024 námu rekstrartekjur ÁTVR af áfengissölu rúmum 34 milljörðum króna eða sem nemur rúmum 89 þúsund krónum á hvern íbúa landsins við upphaf þess árs. Miðað við fjölda íbúa á Þingeyri í byrjun árs 2024 má gera ráð fyrir að tekjur stofnunarinnar vegna sölu til íbúa Þingeyrar þetta ár hafi numið tæpum 23 milljónum króna. Á sama mælikvarða má gera ráð fyrir að framlegð ÁTVR af sölu til Þingeyringa hafi numið tæpum 3,4 milljónum króna. Til viðbótar má ætla að tekjur ríkissjóðs af áfengisgjaldi vara sem Þingeyringar keyptu hafi numið rúmlega 11,6 milljónum króna. Á sölu ÁTVR leggst svo virðisaukaskattur, 11%. Þetta eru fjárhæðir sem meira munar um en margir halda. Má bæta rekstrarumhverfi verslana í landsbyggðunum? Hvað er hægt að gera til að styðja við kjörbúðir og þar með búsetu í litlum þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni? Væri til dæmis hægt að hjálpa þeim að auka tekjur verulega með því að bjóða þeim upp á að bæta við vöruframboðið vörum sem eru eftirsóttar og í stöðugri sölu allt árið? Vörur sem er hægt að fá þar afhentar nú þegar en verslunin fær þó takmarkaðan ágóða af? Til dæmis námu áðurnefndar tekjur ÁTVR vegna sölu áfengis til íbúa Þingeyrar 37% af rekstrartekjum Hamonu, miðað við ársreikning fyrirtækisins 2022. Framlegð ÁTVR nam hátt í sexfaldri afkomu Hamonu það ár. Tími breytinga? Á Alþingi sitja m.a. fulltrúar landsbyggðanna. Margir þeirra þekkja og vita að íbúar þeirra þurfa ekki aðeins að njóta aðgengi að þjónustu heldur vörum, jafnvel vörum sem ekki borgar sig að nota í óhófi. Við setningu gildandi lyfjalaga gættu kjörnir fulltrúar þess til dæmis að íbúar landsbyggðanna gætu sótt nauðsynleg lausasölulyf í almennar verslanir á borð við Bjarnabúð, Dalakofann, Kaupfjelagið á Breiðdalsvík og Söluskálann Freysnesi. Tilvist verslunar er nánast forsenda byggðar á hverjum stað og því heldur betur til mikils að vinna að bæta getu verslana til að halda úti starfsemi, allt árið. Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun