AAA – með a.m.k. tíu plúsum Sighvatur Björgvinsson skrifar 28. ágúst 2012 06:00 Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðanir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Íslenska grunnskólakerfið er sagt vera eitt hið dýrasta í heimi. Það sjöunda dýrasta ef ég man rétt. Samt segja upplýsingar frá OECD að árangurinn sé ekki í samræmi við útgjöldin. Sama segja þær samanburðarrannsóknir, sem gerðar hafa verið á þekkingu grunnskólanema með aðild Íslendinga. Sérhver grunnskólanemandi mun kosta skattborgara þrettán milljónir króna. Samt kann fjórði hver drengur og tíunda hver stúlka ekki að lesa sér til gagns þegar útskrift fer fram eftir tíu ára nám. Framhaldsskólar landsins hafa í auknum mæli reynt að bregðast við slökum árangri grunnskólakerfisins með því að láta þá grunnskólanemendur, sem sækja um inntöku í skólana, gangast undir inntökupróf. Framhaldskólarnir telja sig sem sé ekki geta treyst grunnskólakerfinu betur en þetta. Nú lesum við í blöðum, að menntamálayfirvöld ætli sér að bregðast við þessu vandamáli. Hvernig? Með því að skoða hvað það sé, sem miður fer í grunnskólakerfinu? Nei – ekki aldeilis. Heldur með því að breyta einkunnagjöf nemenda við burtfararpróf. Hætta að gefa unglingunum einkunnir í tölustöfum – frá 1 og upp í 10 – en fara þess í stað að gefa þeim einkunnir í bókstöfum – frá A til D. Slík „einkunnagjöf" minnir einna helst á einkunnagjöf hinna alþjóðlegu matsfyrirtækja. Þau nota nefnilega bókstafi en ekki tölustafi við einkunnagjöf og gáfu – ef mig minnir rétt – íslensku útrásarbönkunum þrefalt A rétt í þann mund, sem þeir voru að falla. Nú þurfum við ekki að fara nema svo sem þrjá áratugi aftur í tímann. Þá komust menntamálayfirvöld nefnilega að því, að ekki mætti flokka nemendur í grunnskólum eftir getu í A, B, C og D bekki. Bönnuðu það stranglega. Sögðu m.a. sem svo, að skólakerfið mætti ekki gera svo upp á milli fólks, að sumt fólk væri látið vera A-fólk, annað B-fólk, það þriðja C- fólk og það allra sísta D-fólk. Ljótara athæfi fannst þá ekki í íslenskum skólum. En nú á lausn grunnskólavandans sem sé að vera sú, að við útskrift úr grunnskóla skuli sumir unglinganna verða A-börn, önnur B-börn, þriðju C-börn og þau fjórðu D-börn. Þannig ætla yfirvöld að leysa vandamál kerfisins. Nema hvað!?! Ómenntuðu fólki eins og mér ásamt veðurfræðingum hefur vinsamlega verið bent á það af menntunarfræðingum að við eigum ekki að vera að tjá skoðanir á menntunarmálum. Það geri ég að sjálfsögðu ekki. Lýsi miklu þjóðarstolti með okkar menntunarfræðinga. Tel þá vera þá langbestu í heimi. Um þá segi ég bara: „You ain't seen nothing yet". Á mælikvarða matsfyrirtækjanna fá þeir örugglega einkunnina AAA – með a.m.k. tíu plúsum.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun