Haustið og heilsan Teitur Guðmundsson skrifar 11. september 2012 06:00 Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er komið, veðrið hefur breyst til muna á örfáum dögum, gróðurinn að breytast og önnur lykt komin í loftið. Það er kaldari tími fram undan umvafinn dulúð, krafti og fegurð. Skólarnir að byrja, starfsemi fyrirtækja að komast á skrið að nýju og undirbúningur fyrir veturinn hafinn. Það er eitthvað ánægjulegt við haustið, maður er fullur af orku eftir sumarið og reiðubúinn að takast á við verkefni þau sem liggja fyrir með eftirvæntingu. Þetta er skemmtilegur tími og fallegur þegar litir umhverfisins breytast og næturfrost og norðurljós láta á sér kræla á ný. Flest okkar fá ný hlutverk og annríkið eykst á þessum sama tíma, dagarnir verða skipulagðari og verkefnin fjölbreyttari fram að næsta sumri. Á þessum tíma eru margir sem ætla sér að komast í gott form, byrja að æfa af krafti að nýju. Líkamsræktarstöðvarnar fyllast af fólki sem hefur „trassað" hreyfingu sína um sumarið og vill ná af sér grillsteikunum. Í það minnsta á að komast í kjólinn fyrir jólin, lyfta brasilíska rassinum eða verða fit eins og stjörnurnar. Þetta er allt gott og blessað og vonandi ná allir þeim markmiðum sem þeir hafa sett sér, svo lengi sem þeir fylgja almennum leiðbeiningum og fara ekki fram úr sjálfum sér með ofþjálfun, rangri líkamsbeitingu, ofneyslu próteindrykkja eða fæðubótarefna eða annarri viðlíka vitleysu. Þá ættu viðkomandi ekki að láta fólk sem hefur litla sem enga menntun né þekkingu á starfsemi líkamans segja sér fyrir verkum í þjálfun eða hvað næringu snertir. Mikilvægast er að horfa til þeirra þátta sem skipta okkur öll máli, en það eru reglubundin hreyfing, hollt mataræði, nægur svefn og hæfilegt álag. Allir ættu að eiga skilgreind verkefni við sitt hæfi og vera í góðum samskiptum við annað fólk. Þetta eru þeir þættir sem teljast til heilbrigðra lífshátta og skila sér í bættri heilsu og líðan. Nú þegar haustið er komið er mikilvægt að muna eftir þessum grundvallarþáttum, kveisur og pestir herja frekar á þá sem eru undir miklu álagi og streitu og hugsa síður um sjálfa sig. Þá er einnig talið að sjúkdómar ýmiss konar geti átt orsök sína í slíku ójafnvægi. Það er skynsamlegt að verjast inflúensu með bólusetningu sem herjar alla jafna á þessum tíma, einnig er ráðlegt að nota bætiefni sem sannað hafa gildi sitt eins og Omega 3-fitusýrur og D-vítamín sem okkur öll skortir yfir vetrartímabilið. Þeir sem reykja ættu að stefna að því að hætta því en víst er að reykingafólki er hættara við sjúkdómum í öndunarfærum svo sem eins og berkjubólgu og lungnabólgu. Því er skynsamlegt að verja hæfilegum tíma til að rækta sjálfan sig og sína nánustu. Það er auðvitað ekki til nein töfraformúla þegar kemur að heilbrigði einstaklinga sem eru jafn mismunandi og þeir eru margir. Þó er ljóst að ef við náum því markmiði að halda góðu jafnvægi milli þeirra þátta sem ég taldi upp að framan og hugsum jákvætt og uppbyggilega er líklegra en ekki að heilsa okkar verði góð. Tökum því á móti haustinu og komandi vetri með gleði og eftirvæntingu, fögnum fjölbreytileika þeirra verkefna sem fyrir okkur liggja og setjum markið hátt auk þess að muna eftir að njóta lífsins, því það mun svo sannarlega skila sér í bættri heilsu okkar.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun