Samning um höfuðborgina Mörður Árnason skrifar 24. september 2012 06:00 Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni. Samning milli landsmanna og Reykvíkinga um vegsemd þess og vanda að vera höfuðstaður Íslendinga. Þetta er kjarni tillögu sem við flytjum nú á Alþingi þriðja sinni, fimm þingmenn Reykvíkinga. Kannski er það stærð höfuðborgarinnar sem veldur sífelldri tortryggni í garð Reykjavíkur um allt land. Hagsmunaátök milli strjálbýlis og þéttbýlis þekkjast svo sannarlega víðar en hér, og um alla heimsbyggðina er mjög til vinsælda fallið að deila á ?þá fyrir sunnan?. Hvergi hafa þess konar átök samt smitað út í stjórnmálin jafnillilega: Alla 20. öldina var það einn af rauðu þráðunum í íslenskum stjórnmálum að koma í veg fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur undir þeim göfuga gunnfána að hindra að í landinu myndaðist borgríki. Staðreyndin er þó sú að nú kann jafnvægi að vera að skapast einmitt með slíku ríki þar sem borgin leitar út á land og tengist minni byggðum. Menn tala núna um höfuðborgarsvæðið meira, milli Hvítánna eða að minnsta kosti innan þríhyrningsins Selfoss-Akranes-Keflavík. Þetta snýst ekki við næstu áratugi. Höfuðborgin er þar sem hún er – og löngu kominn tími til að samfélag allra landsmanna taki fullt mið af þeirri staðreynd. Reyndar telja erlendir athugendur sérstakan styrk í fámennu landi að höfuðborgin skuli vera eins öflug og raun ber vitni. Stundum höfuðborg – en stundum ekkiHin sífellda flugvallarumræða sýnir ágætlega vanda Reykjavíkur sem höfuðborgar. Reykvíkingar lýstu í almennri atkvæðagreiðslu 2001 þeim vilja sínum að Vatnsmýrarvöllur yrði lagður af, og borgarstjórn samþykkti síðan skipulag þar sem önnur flugbrautin fer 2016, hin 2014. Flugvallarsinnar utan borgar hafa aldrei sætt sig við þessa ákvörðun í borginni og finna henni flest til foráttu. Nú síðast hafa Jón Gunnarsson og félagar flutt öðru sinni frumvarp á Alþingi sem á að festa flugvöll í Vatnsmýri um aldur og ævi – bót í máli að málið er tæpast þingtækt því að skipulagsvaldið í Reykjavík er hjá Reykjavíkurborg, ekki Alþingi. Hvað sem mönnum finnst um Vatnsmýrina eru ein af rökum flugvallarsinna marktæk: Að höfuðborgin hafi ákveðnar skyldur sem taka verður tillit til við ákvarðanir borgarbúa um innri mál. Gallinn er sá að þeir hinir sömu sem telja að Vatnsmýrarflugvöllurinn sé forsenda þess að Reykjavík sé höfuðborg eru allra manna iðnastir við að reyna að flytja sem allra flestar stjórnsýslustofnanir og miðstöðvar almannaþjónustu úr höfuðborginni heim í eigið hérað. Þá vegur höfuðborgarhlutverkið ekki eins mikið, og atvinnufæri í höfuðborginni eru sjaldnast verð umtals. Við sem stöndum að baki tillögunni um höfuðborgarsamning – auk mín Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir – teljum að það sé kominn tími til þess að setja umræðunni um höfuðborg og landsbyggð þokkalegan hljómbotn, og stuðla að sáttum milli höfuðborgar og annarrar landsbyggðar. ?Allajafna er við það miðað um höfuðborg,? segjum við í greinargerð, ?að hún sé aðsetur æðsta valds í ríkinu og miðstöð stjórnsýslu. Skyldur höfuðborgarinnar sem sveitarfélags eru því víðtækari en annarra sveita ríkisins þar sem íbúar hennar og leiðtogar þeirra verða í starfsháttum og skipulagi að taka tillit til þjónustuhlutverks borgarinnar fyrir alla landsmenn. Réttindi verður höfuðborgin að hafa á móti, þar á meðal þau að samráð sé haft við stjórnendur hennar um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og þings sem snerta mikilvæga hagsmuni borgarbúa, svo sem atvinnufæri, skipulag og yfirbragð.? Við viljum að ríki og borg geri með sér samning ?þar sem yrðu reifaðar skyldur Reykjavíkurborgar og réttindi sem höfuðborgar, getið þeirra breytinga á lögum og öðrum regluramma sem samningsaðilar yrðu ásáttir um að beita sér fyrir og kveðið á um skipulegt samráð ríkisstjórnarinnar, Alþingis og borgarstjórnar um ákvarðanir sem sérstaklega snerta stöðu Reykjavíkur.? Við fluttum þessa tillögu líka í fyrra og fögnum undirtektum sem hún fékk þá, frá Reykjavíkurborg, Byggðastofnun og fagfólki um skipulag. Í umsögnunum kemur ágætlega fram að höfuðborgarsamningur gæti vísað veginn til framtíðar í þessum samskiptum, og þar er bent á norrænar fyrirmyndir sem gætu hjálpað okkur við að skapa landinu öllu góða höfuðborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að gera höfuðborgarsamning, milli Reykjavíkur og ríkisins. Þar eiga að koma fram þær sérstöku skuldbindingar sem borgin hlýtur að standa við sem höfuðborg lýðveldisins en á móti verður að vera tryggt að forystumenn í ríkisstjórn og á Alþingi taki tillit til þeirrar ábyrgðar sem á höfuðborginni hvílir – og hætti að líta á Reykjavík sem óvin eins og stundum ber við hjá héraðshöfðingjum á landsbyggðinni. Samning milli landsmanna og Reykvíkinga um vegsemd þess og vanda að vera höfuðstaður Íslendinga. Þetta er kjarni tillögu sem við flytjum nú á Alþingi þriðja sinni, fimm þingmenn Reykvíkinga. Kannski er það stærð höfuðborgarinnar sem veldur sífelldri tortryggni í garð Reykjavíkur um allt land. Hagsmunaátök milli strjálbýlis og þéttbýlis þekkjast svo sannarlega víðar en hér, og um alla heimsbyggðina er mjög til vinsælda fallið að deila á ?þá fyrir sunnan?. Hvergi hafa þess konar átök samt smitað út í stjórnmálin jafnillilega: Alla 20. öldina var það einn af rauðu þráðunum í íslenskum stjórnmálum að koma í veg fyrir vöxt og viðgang Reykjavíkur undir þeim göfuga gunnfána að hindra að í landinu myndaðist borgríki. Staðreyndin er þó sú að nú kann jafnvægi að vera að skapast einmitt með slíku ríki þar sem borgin leitar út á land og tengist minni byggðum. Menn tala núna um höfuðborgarsvæðið meira, milli Hvítánna eða að minnsta kosti innan þríhyrningsins Selfoss-Akranes-Keflavík. Þetta snýst ekki við næstu áratugi. Höfuðborgin er þar sem hún er – og löngu kominn tími til að samfélag allra landsmanna taki fullt mið af þeirri staðreynd. Reyndar telja erlendir athugendur sérstakan styrk í fámennu landi að höfuðborgin skuli vera eins öflug og raun ber vitni. Stundum höfuðborg – en stundum ekkiHin sífellda flugvallarumræða sýnir ágætlega vanda Reykjavíkur sem höfuðborgar. Reykvíkingar lýstu í almennri atkvæðagreiðslu 2001 þeim vilja sínum að Vatnsmýrarvöllur yrði lagður af, og borgarstjórn samþykkti síðan skipulag þar sem önnur flugbrautin fer 2016, hin 2014. Flugvallarsinnar utan borgar hafa aldrei sætt sig við þessa ákvörðun í borginni og finna henni flest til foráttu. Nú síðast hafa Jón Gunnarsson og félagar flutt öðru sinni frumvarp á Alþingi sem á að festa flugvöll í Vatnsmýri um aldur og ævi – bót í máli að málið er tæpast þingtækt því að skipulagsvaldið í Reykjavík er hjá Reykjavíkurborg, ekki Alþingi. Hvað sem mönnum finnst um Vatnsmýrina eru ein af rökum flugvallarsinna marktæk: Að höfuðborgin hafi ákveðnar skyldur sem taka verður tillit til við ákvarðanir borgarbúa um innri mál. Gallinn er sá að þeir hinir sömu sem telja að Vatnsmýrarflugvöllurinn sé forsenda þess að Reykjavík sé höfuðborg eru allra manna iðnastir við að reyna að flytja sem allra flestar stjórnsýslustofnanir og miðstöðvar almannaþjónustu úr höfuðborginni heim í eigið hérað. Þá vegur höfuðborgarhlutverkið ekki eins mikið, og atvinnufæri í höfuðborginni eru sjaldnast verð umtals. Við sem stöndum að baki tillögunni um höfuðborgarsamning – auk mín Helgi Hjörvar, Sigríður Ingibjörg Sigurðardóttir, Skúli Helgason og Valgerður Bjarnadóttir – teljum að það sé kominn tími til þess að setja umræðunni um höfuðborg og landsbyggð þokkalegan hljómbotn, og stuðla að sáttum milli höfuðborgar og annarrar landsbyggðar. ?Allajafna er við það miðað um höfuðborg,? segjum við í greinargerð, ?að hún sé aðsetur æðsta valds í ríkinu og miðstöð stjórnsýslu. Skyldur höfuðborgarinnar sem sveitarfélags eru því víðtækari en annarra sveita ríkisins þar sem íbúar hennar og leiðtogar þeirra verða í starfsháttum og skipulagi að taka tillit til þjónustuhlutverks borgarinnar fyrir alla landsmenn. Réttindi verður höfuðborgin að hafa á móti, þar á meðal þau að samráð sé haft við stjórnendur hennar um þær ákvarðanir ríkisstjórnarinnar og þings sem snerta mikilvæga hagsmuni borgarbúa, svo sem atvinnufæri, skipulag og yfirbragð.? Við viljum að ríki og borg geri með sér samning ?þar sem yrðu reifaðar skyldur Reykjavíkurborgar og réttindi sem höfuðborgar, getið þeirra breytinga á lögum og öðrum regluramma sem samningsaðilar yrðu ásáttir um að beita sér fyrir og kveðið á um skipulegt samráð ríkisstjórnarinnar, Alþingis og borgarstjórnar um ákvarðanir sem sérstaklega snerta stöðu Reykjavíkur.? Við fluttum þessa tillögu líka í fyrra og fögnum undirtektum sem hún fékk þá, frá Reykjavíkurborg, Byggðastofnun og fagfólki um skipulag. Í umsögnunum kemur ágætlega fram að höfuðborgarsamningur gæti vísað veginn til framtíðar í þessum samskiptum, og þar er bent á norrænar fyrirmyndir sem gætu hjálpað okkur við að skapa landinu öllu góða höfuðborg.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun