Einstakt og sögulegt tækifæri Ólína Þorvarðardóttir skrifar 16. október 2012 06:00 Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Guðmund Inga í 3. sætið Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Skósveinar í Samfylkingunni? Teitur Atlason skrifar Skoðun Ákærandi, dómari og böðull Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Lausnin við öllum vandamálum menntakerfisins Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Borgarstjóri sem dreifir valdi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Áætlun um öryggi og fjárfestingu í innviðum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki hægt að jafna dánaraðstoð við sjálfsvíg Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hreint ekki eins og atvinnuviðtal Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðalsteinn, finnst þér þetta vera í lagi? Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun Börnin í Laugardal eiga betra skilið Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Þjóð sem vaknar upp við afleiðingar spillingar, leyndarhyggju og stjórnsýsluleti, líkt og við Íslendingar gerðum haustið 2008 – þjóð sem vaknar upp við það að löggjöf landsins og stjórnarskrá eru ekki þess megnug að veita spillingar- og græðgisöflum viðnám – sú þjóð hlýtur að kalla eftir nýjum samfélagssáttmála. Það hafa aðrar þjóðir gert í svipuðum sporum, þær hafa sett sér nýjar stjórnarskrár. Og fólkið krafðist nýrrar stjórnarskrár eftir hrunið 2008. Í sama streng tók Rannsóknarnefnd Alþingis er hún lagði til endurritun stjórnarskrárinnar til þess að „skýra betur meginskyldur, ábyrgð og hlutverk valdhafa“. Alþingi hlustaði, og svaraði kallinu. Að vísu gekk það ekki snurðulaust, eins og margir muna. Upp risu öfl á Alþingi sem vilja ekki nýjan samfélagssáttmála, heldur standa vörð um óbreytt ástand. Það eru fulltrúar þeirra sem sáu ekkert athugavert við það að tveir menn tækju einhliða ákvörðun, án samráðs við Alþingi, hvað þá samfélagið allt, um að gera Ísland óbeinan aðila að Íraksstríðinu. Það eru öflin sem vilja að fámenn stétt manna höndli með þjóðarauðlindir og skili helst engu til samfélagsins. Öflin sem amast við því að almenningur sé upplýstur um mikilvæg mál, aðsteðjandi umhverfisvá eða mengunarhættu. Öflin sem vilja ganga um náttúru Íslands af sama skeytingarleysi og gengið var um fjárhirslur bankastofnana, lífeyrissjóða og ríkissjóðs í aðdraganda hrunsins, þ.e. sem ótæmandi kistu sem óþarfi sé að fylla á ný. Öflin sem gripið hafa huliðshendi um leynda valdaþræði og vilja halda þeim, vilja stjórna í krafti leyndar og ógagnsæis. Það eru þessi öfl sem hamast nú gegn þjóðaratkvæðagreiðslunni um inntak nýrrar stjórnarskrár þann 20. október. Helsti málsvari þeirra, ritstjóri Morgunblaðsins, fer mikinn. Sömuleiðis ýmsir þingmenn og frambjóðendur, sem reyna nú að snúa kosningunni upp í flokkspólitísk átök milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Einn gekk svo langt að tala um að stjórnarskráin innihéldi „pólitísk stefnumál flokkanna“ og myndi „skapa óróleika og uppnám“ í samfélaginu. Þess vegna væri brýnt fyrir landsmenn „að rísa gegn“ breytingum á stjórnarskránni. Þetta er svo fráleitur og rakalaus málflutningur að fátítt hlýtur að teljast. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni munu kjósendur taka afstöðu til niðurstöðu 950 manna þjóðfundar sem lagði grunngildin að því plaggi sem stjórnlagaráð hefur nú lagt fram og Alþingi hefur ákveðið að leggja fyrir þjóðina. Það verður þjóðin sem segir af eða á varðandi þau álitamál sem uppi eru, þ.e. um hvort stjórnarskráin skuli innihalda ákvæði um þjóðkirkju, auðlindir í þjóðareigu, stöðu náttúrunnar, upplýsingaskyldu stjórnvalda til almennings og jafnt atkvæðavægi. Atkvæðagreiðslan verður ekki flókin. Fólk er spurt hvort það vilji að tillögur stjórnlagaráðs liggi til grundvallar þegar Alþingi útbýr endanlega gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá, eins og lög kveða á um. Auk þess gefst fólki kostur á að svara fimm spurningum um einstök ákvæði sem skiptar skoðanir hafa verið um. Það þýðir að þingið muni taka við ráðgjöf þjóðarinnar varðandi þau fimm atriði. Fari svo ólíklega að þeim verði hafnað í atkvæðagreiðslunni, standa önnur 109 atriði frumvarpsins óhögguð ef meginþorri kjósenda segir já við fyrstu spurningunni. Svo einfalt er það. Auðséð er á tillögum stjórnlagaráðs að þær eru samdar af ríkri virðingu fyrir gildandi stjórnarskrá. Öll helgustu vé núgildandi stjórnarskrár er að finna í nýju tillögunum. Viðbæturnar lúta að viðfangsefnum sem knúið hafa dyra eftir 1944, eftir því sem samfélag okkar hefur þróast. Nú liggur upplýsingarit inni á heimilum landsmanna, þar sem gerð er góð grein fyrir stjórnarskrármálinu, aðdraganda þess og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Þetta rit gefur foreldrum kærkomið tilefni til þess að ræða málið við ungmennin á heimilunum, ekki síst þau sem eru að fá kosningarétt. Ritið opnar stjórnarskrá Íslands fyrir almenningi og er gott verkfæri fyrir hvern og einn að rifja upp þau grunngildi sem við Íslendingar viljum standa fyrir og halda í heiðri. Er við göngum að kjörborði þann 20. eigum við þess kost að leggja okkar af mörkum til þess að skapa þá grunngerð sem stjórnvöldum og helstu stofnunum samfélagsins, líkt og almenningi, ber að fara eftir. Þetta er einstakt og sögulegt tækifæri sem við hljótum að taka fagnandi og af þeirri samfélagslegu ábyrgð sem felst í því að taka þátt.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson Skoðun