Hvað með Feneyjaskrána? 25. október 2012 06:00 Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Sjá meira
Feneyjaskráin er alþjóðleg samþykkt um grundvallarreglur sem gilda eiga um varðveislu og endurbyggingu menningararfs. Feneyjaskrána má finna á heimasíðu Húsafriðunarnefndar sem hefur lagt hana til grundvallar í starfi sínu. Í sjöttu grein Feneyjaskrárinnar segir um varðveislu minja og viðeigandi umgerðar þeirra: „Ef umhverfið er varðveitt frá fornu fari og fylgir hinum sögulegu minjum verður að viðhalda því og banna allar nýbyggingar, einnig niðurrif og breytingar sem breyta stærðarhlutföllum eða litasamhengi." Árið 2008 leyfði Skipulagsráð að rifin yrðu hús nr. 4 og 6 við Laugaveg, og í staðinn reist fjögurra hæða steinsteypt hótel í nýbyggingu þar (sjá t.d. fundargerð Skipulagsráðs 8. 8. 2007). Í fundargerðum Húsafriðunarnefndar kemur fram að nýbyggingar megi á engan hátt draga úr gildi friðaðra húsa, t.d. með hæð sinni. Þetta sjónarmið ríkti árið 2008 þegar nefndin fjallaði um hvort varðveita bæri Laugaveg 4 og 6 eða reisa þar umrædda nýbyggingu. Húsafriðunarnefnd snerist gegn áformum um nýbyggingu til að vernda friðað hús, Laugaveg 2. Var þá miðað við að ný fjögurra hæða bygging varpaði rýrð á friðaða húsið. Í fundargerð nefndarinnar frá 8. janúar 2008 segir m.a.: „Samþykkt Húsafriðunarnefndar er gerð með hliðsjón af Feneyjaskránni þar sem segir að í húsvernd sé fólgin varðveisla viðeigandi umgerðar og varað við niðurrifi og breytingum á stærðarhlutföllum í næsta nágrenni friðaðra mannvirkja" (leturbreyting höf.). En hvað með gamla Kvennaskólann við Austurvöll, er hann ekki friðuð bygging? Í tillögu sem á liðnu sumri hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um skipulag við Ingólfstorg og Víkurgarð, er lagt til að reist verði fimm hæða bygging beint aftan við gamla Kvennaskólann. Þar er núna lágreistur salur Nasa sem á að rífa, en þarna hefur aldrei verið nein hærri bygging. Auðséð er að nýtt fimm hæða hús sem koma skal í stað Nasasalarins mun þrengja freklega að Kvennaskólanum, auk annarra bygginga hótelsins sem umlykja hann. Jafnframt skal Landsímahúsið í Thorvaldsensstræti 4 hækkað nokkuð skv. tillögunni. Af einhverjum ástæðum sá Húsafriðunarnefnd ekki ástæðu til að gera athugasemdir við svo háa nýbyggingu að baki gamla Kvennaskólanum. Á fundi sínum 10. júlí sl. fjallaði nefndin um vinningstillöguna og ályktaði m.a. svona: „Til að vel takist til er mikilvægt að fullt tillit verði tekið til aldurs og gerð[ar] gömlu timburhúsanna við útfærslu á millibyggingum við Vallarstræti." Á hinn friðaða Kvennaskóla í Thorvaldsensstræti er hins vegar ekki minnst einu orði. Málið snýst ekki síst um breytingar á stærðarhlutföllum og fimm hæða hótelbygging beint ofan í friðað hús er lítilsvirðing við merkan byggingararf og andstætt alþjóðlegri samþykkt Feneyjaskrárinnar. Vonandi rís Húsafriðunarnefnd upp gamla Kvennaskólahúsinu til varnar á seinni stigum kynningarferlisins. Fólki er bent á að andmæla áætlaðri hótelbyggingu á www.ekkkihotel.is.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun