Sat í stúkunni með tárin í augunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. nóvember 2012 07:00 Rakel Dögg er byrjuð að spila handbolta á ný með Stjörnunni. Mynd/Valli 22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
22 leikmenn voru í gær valdir í æfingahóp íslenska landsliðsins fyrir EM kvenna sem hefst í Serbíu þann 4. desember næstkomandi. Í næstu viku verður hópurinn skorinn niður í þá sextán leikmenn sem munu halda utan. Meðal þeirra leikmanna sem eru í hópnum nú eru Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar, og Ramune Pekarskyte sem er á mála hjá norska liðinu Levanger. Hún lék með Haukum í átta ár áður en hún hélt til Noregs og fékk ríkisborgararétt fyrr á þessu ári. Rakel Dögg var fyrir ári síðan einnig á mála hjá Levanger og varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné í síðasta leik liðsins fyrir landsliðshlé sem var gert á deildinni vegna HM í Brasilíu. Hún er nú komin af stað á nýjan leik með uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni í Garðabæ, og var í gær valin í landsliðið í fyrsta sinn síðan hún meiddist. Meiðslin tóku mikið á„Landsliðið hefur haldið mér gangandi í öllu þessu ferli," sagði Rakel Dögg á blaðamannafundi HSÍ í gær. „Það er ekkert leyndarmál að þessi meiðsli tóku mikið á sálartetrið og það komu stundir þar sem ég átti erfitt með að koma mér af stað og taka endurhæfingunni af fullri alvöru. En eftir að landsliðið komst inn á EM var það úr sögunni. Ég gerði allt sem ég gat – aukaæfingar og allt slíkt – til að komast aftur af stað í handboltanum," segir Rakel. Þrátt fyrir meiðslin fór hún með til Brasilíu og í dag segist hún afar þakklát fyrir það. „Það kann að vera að einhverjum hefði fundist það peningasóun en í dag þakka ég mikið fyrir að hafa fengið að upplifa þetta með þeim. Mér finnst ég líka hafa átt minn hluta í árangrinum enda sat ég alla fundi, var leikmönnunum innan handar eftir æfingar og leiki og tók þátt í bæði gleði- og sorgarstundum. Ég veit ekki hvort ég hefði hreinlega getað horft á leikina í sjónvarpi í kuldanum heima á Íslandi," sagði hún. Ég lærði af mótinu í BrasilíuRakel viðurkennir þó að það hafi stundum verið erfitt fyrir sig að sitja utan vallar og fylgjast með. „Þegar þjóðsöngurinn var spilaður fyrir fyrsta leikinn sat ég upp í stúku með tárin í augunum. En heilt yfir var ferðin algjörlega frábær og það fór heilmikið inn á reynslubankann hjá mér – rétt eins og hjá öðrum leikmönnum. Ísland keppti á sínu fyrsta stórmóti á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Þar tapaði liðið öllum sínum leikjum í riðlinum og komst ekki áfram í milliriðlana. Stelpurnar komu svo skemmtilega á óvart á HM í Brasilíu í fyrra þar sem þær unnu stórþjóðir á borð við Þýskaland og Svartfjallaland. Liðið komst í 16-liða úrslit en tapaði fyrir þáverandi heimsmeistaraliði Rússlands. Getum unnið hvern sem erÁ EM í Serbíu komast þrjú lið af fjórum áfram í milliriðlana en Ísland er í sterkum riðli með Rúmeníu, Svartfjallalandi og Rússlandi. „Við eigum heima á öllum stórmótum. Það er mitt mat," segir Rakel en viðurkennir að verkefnið verði erfitt. „Það eru kannski ekki margir á alþjóðavettvangi sem hafa trú á okkur enda erum við litla liðið samkvæmt öllum sögubókum. En við höfum spilað frábærlega síðustu ár og unnið sterkar þjóðir sem hafa spilað til verðlauna á stórmótum. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þessu sterku þjóðir en við höfum fulla trú á okkur og að við getum unnið hvaða lið sem er á góðum degi."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira