Við megum ekki gefast upp Auður Guðjónsdóttir skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Eins og ýmsum er kunnugt samþykkti Norðurlandaþingið tillögu um mænuskaða á þingi sínu árið 2011. Tillagan kom upprunalega frá Íslandi og unnu þingmennirnir Siv Friðleifsdóttir, Helgi Hjörvar og Álfheiður Ingadóttir ötullega að því að koma henni í gegn. Í stórum dráttum gekk tillagan út á að ráðið setti á fót sérfræðingahóp með það hlutverk að skoða stóru rannsóknarmynd mænunnar og reyna að finna út hvort mögulegt væri að samþætta rannsóknarniðurstöður og nota sem innlegg í þróun lækningastefnu fyrir mænuskaða. Slík heildarskoðun gæti ekki aðeins gagnast mænuskaða heldur einnig sjúkdómum í mænu s.s. MS, MND og fleiru. Þrátt fyrir mikilvægi tillögunnar get ég því miður ekki sagt farir hennar rennisléttar innan Norðurlandaráðs. Á Norðurlandaþinginu sem haldið var í byrjun nóvember kom í ljós að ráðherranefndin, sem hefur úrslitavald um hvort samþykktar tillögur lifa eða deyja, hefur ákveðið að taka eitt ár til viðbótar í að meta hvort mænuskaði verði gerður að forgangsmáli eða ekki. Mænuskaði í forgang Skaði á mænu er eitt erfiðasta viðfangsefni læknavísindanna. Mjög erfiðlega hefur gengið að þróa lækningastefnu fyrir hann og þarf vísindasviðið alvarlega á aðstoð að halda. Ef miðað er við framfarir á mörgum öðrum vísindasviðum þá þyrfti í raun að blása til alþjóðlegs átaks í þágu lækninga á mænuskaða. Sem fulltrúa Íslands í ráðherranefnd Norðurlandaráðs um velferðarmál bið ég Guðbjart Hannesson vinsamlegast um að beita töfrum sínum og sannfæra kollega sína í ráðherranefndinni um nauðsyn þess fyrir mannkynið að starfshópnum verði komið á fót. Þetta mál er það langt komið að ekki má gefast upp á endasprettinum. Það verður að berjast til sigurs og klára málið á þeim forsendum sem lagt var upp með og koma mænuskaðanum í forgang. Ég treysti því að velferðarráðherra verði við bón minni.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar