Aðstaða morðingjans Anders Behring-Breivik í fangelsinu Illa hefur breyst til batnaðar, samkvæmt því sem lögmaður hans sagði í samtali við Verdens Gang.
Í vikunni fékk Breivik bókahillu og kistu undir föt inn til sín, samkvæmt samkomulagi við yfirvöld fangelsisins. Hann hefur líka fengið leyfi fyrir kúlupenna, en hingað til hefur hann mátt gera sér túss að góðu.
Þá fær Breivik að hafa ruslapoka inni hjá sér, en lögmaður hans vonast til þess að á næstunni muni bætast við auka lesljós og jafnvel ferðageislaspilari. - þj
Breivik má hafa kúlupenna
