Þingmenn töpuðu tímaskyninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. janúar 2013 10:34 Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. Til umræðu var frumvarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um happdrætti. Þegar ræðutími Þorgerðar var u.þ.b. hálfnaður spurði hún þingforseta hvort hún væri í andsvari eða ræðu. Staðfesti Þuríður Backman, þingforseti, að um andsvar væri að ræða. Þorgerður hélt ræðu sinni áfram en aðeins tuttugu sekúndum síðar glumdi bjallan til merkis um að tími Þorgerðar væri uppurinn. Sem hann var ekki. „Á ég þá ekki tvær mínútur," sagði Þorgerður Katrín og vísaði í tíma sem þingmenn hafa til andsvars. „Þær eru liðnar," svaraði þingforseti en Þorgerður stóð föst á sínu. „Nei, þær eru nú ekki liðnar. Ég átti þá að minnsta kosti fimmtíu sekúndur eftir," sagði þingkonan en raunar lifðu fjörutíu sekúndur af ræðutíma hennar. „Já, þá hinkrar forseti andartak. En það er ólag með bjölluna," sagði Þuríður. Þorgerður lét atvikið ekki slá sig útaf laginu og lauk andsvari sínu.Uppákomuna má sjá á vefsíðu Alþingis með því að smella hér. Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, brá í brún þegar þingforseti hringdi bjöllunni á meðan á andsvari hennar stóð á Alþingi í gær. Til umræðu var frumvarp Ögmundar Jónassonar, innanríkisráðherra, um happdrætti. Þegar ræðutími Þorgerðar var u.þ.b. hálfnaður spurði hún þingforseta hvort hún væri í andsvari eða ræðu. Staðfesti Þuríður Backman, þingforseti, að um andsvar væri að ræða. Þorgerður hélt ræðu sinni áfram en aðeins tuttugu sekúndum síðar glumdi bjallan til merkis um að tími Þorgerðar væri uppurinn. Sem hann var ekki. „Á ég þá ekki tvær mínútur," sagði Þorgerður Katrín og vísaði í tíma sem þingmenn hafa til andsvars. „Þær eru liðnar," svaraði þingforseti en Þorgerður stóð föst á sínu. „Nei, þær eru nú ekki liðnar. Ég átti þá að minnsta kosti fimmtíu sekúndur eftir," sagði þingkonan en raunar lifðu fjörutíu sekúndur af ræðutíma hennar. „Já, þá hinkrar forseti andartak. En það er ólag með bjölluna," sagði Þuríður. Þorgerður lét atvikið ekki slá sig útaf laginu og lauk andsvari sínu.Uppákomuna má sjá á vefsíðu Alþingis með því að smella hér.
Innlent Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira