Forseti ÍSÍ: Lyfjaeftirlitið aldrei jafnvel skipað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2013 15:47 Ólafur Rafnsson, forseti ÍSÍ. Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan. Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Ólafur Rafnsson, forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir engan afslátt gefinn hjá lyfjaeftirliti Íþróttasambands Íslands. Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum, skýtur föstum skotum að Ólafi í aðsendum pistli í Fréttablaðinu í dag. Birgir segir lyfjaeftirlit ÍSÍ ótrúverðugt undir stjórn Ólafs og vísar í umdeilt lyfjamál frá árinu 2001. „Lyfjaeftirlit okkar hefur aldrei verið skipað jafngóðu starfsfólki og í dag. Við höfum grátlega beðið um meiri fjármuni. Það er búið að skera niður fjárveitingu til lyfjamála og við erum afar ósátt við það. Það er enginn í íþróttahreyfingunni sem lætur sér koma til hugar að ég gefi nokkurn afslátt í lyfjamálum," segir Ólafur aðspurður um trúverðugleika lyfjaeftirlits ÍsÍ í dag. Birgir starfaði við lyfjaeftirlit innan ÍsÍ frá miðjum 9. áratug síðustu aldar fram að málinu umdeilda. Hann sat einnig í lækna- og lyfjaráði Alþjóðfrjálsíþróttasambandsins um miðjan síðasta áratug. Hann segir lyfjaeftirlit ÍSÍ í stjórnartíð Ólafs ótrúverðugt og vísar í umdeilt mál frá árinu 2001 sem leiddi til afsagnar Birgis. „Þá fannst jákvætt sýni hjá einstaklingi úr félagi þáverandi forseta ÍSÍ, fyrirliða félagsliðs sem og landsliðs. Skorti á upplýsingum var borið við. Hófst nú mikil íhlutun forseta og fylgiliðs og formanns viðkomandi sérsambands, núverandi forseta ÍSÍ," segir meðal annars í grein Birgis. Árið 2001 var Ellert B. Schram forseti ÍSÍ en Ólafur Rafnsson var í forsvari fyrir Körfuknattleikssamband Íslands. Ólafur hafði ekki lesið grein Birgis þegar fréttastofa náði af honum tali. „Ég man málið þannig að það voru engin afskipti af lyfjaeftirliti í málinu. Málið snerist um verulegan óheiðarleika Birgis Guðjónssonar við meðferð málsins. Ég man að við skrifuðum langa greinargerð og kröfðumst afsagnar Birgis vegna þess," segir Ólafur. Ólafur segir fyrsta fund vegna málsins hafa vakið mikla athygli. Þá hafi hann verið boðaður á fund lyfjaeftirlitsins án þess að vita hvað væri til umræðu. Í ljós hafi komið að efedrín hafi fundist í sýnum tveggja körfuknattleiksmanna auk þess sem körfuknattleikskona hafi verið greind með astmalyf. „Okkur fannst þetta stóralvarlegt mál," segir Ólafur sem segir Birgi hafa boðið afar undarlegan kost. „Hann býður okkur að ef stúlkan játi muni strákarnir sleppa," segir Ólafur og bendir á að annar fulltrúi lyfjaráðs, sem hafi verið viðstaddur fundinn, geti staðfest hvað fram fór á umræddum fundi. „Við bara göptum. Hvers lags boð var það? Auðvitað átti að refsa strákunum ef þeir væru sekir, sem var gert," segir Ólafur sem sagði öllu máli hafa skipt að málin fengju heiðarlega niðurstöðu. Lyfjadómstóll ÍsÍ komst að þeirri niðurstöðu að körfuknattleikskonan væri saklaus í málinu sem var áfrýjað í tvígang. Í grein sinni í dag fjallar Birgir einnig um heimsþekktan íþróttamann sem lést árið 1993. Greinilegt er að Birgir á við Jón Pál Sigmarsson en Ólafur áttar sig ekki á hvernig hann tengist umræðu um lyfjaeftirlit ÍSÍ. „Jón Páll var ekkert inni í íþróttahreyfingunni á þessum tíma. Kraftlyftingasambandið er aftur orðinn aðili að ÍSÍ í kjölfar þess að það fór út úr hreyfingunni vegna þess að við gáfum engan afslátt á lyfjaeftirliti," segir Ólafur. Hann bætir við að samstarfið við Kraftlyftingasambandið hafi verið afar gott og þar gangist íþróttafólkið undir lyfjapróf líkt og innan annarra sérsambanda. Grein Birgis úr Fréttablaðinu má sjá hér fyrir neðan.
Innlent Tengdar fréttir Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00 Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Sterar, brjóst og eistu - Morgunblaðið og New York Times Ég umorða ummæli Lloyd Bentsen þegar Dan Quayle líkti sér við John F. Kennedy í kappræðum varaforsetaefnanna 1988 og segi við Moggann: You are no New York Times. 14. janúar 2013 10:00
Skammaður af sendiherra fyrir að skrifa um steranotkun Jóns Páls Sigmarssonar Birgir Guðjónsson, sérfræðingur í lyflækningum og meltingarsjúkdómum, skrifar grein í Fréttablaðið og á Vísi í dag þar sem hann rekur "dapurlega stöðu lyfjafræðslu og eftirlits á landinu,“ eins og hann orðar það í grein sinni. 14. janúar 2013 11:54
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent