Poleksic neitar að hafa svindlað á Anfield 6. febrúar 2013 09:36 Vukasin Poleksic. Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig." Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira
Umtalaðasti markvörður heims þessa dagana er Vukasin Poleksic, fyrrum markvörður Debrecen, en honum á að hafa verið mútað fyrir Meistaradeildarleik liðsins gegn Liverpool árið 2009. Liverpool náði svo bara aðeins að skora eitt mark þannig að hið meinta svindl gekk ekki upp. Poleksic var dæmdur í tveggja ára bann fyrir að láta ekki vita af því að reynt hafi verið að múta honum fyrir leikinn gegn Liverpool og Fiorentina í Meistaradeildinni. Poleksic neitar því að tekist hafi að kaupa hann og biðst afsökunar á að hafa ekki látið yfirvöld vita. "Allir sem sáu leikinn gegn Liverpool vita að þessar ásakanir eru bill. Við töpuðum 1-0 og ég átti góðan leik. Varði maður gegn manni nokkrum sinnum. Ég skil ekki hvernig fólk getur sagt að ég hafi reynt að fá á mig viljandi mörk," segir Poleksic. "Það var ekkert athugavert við þennan leik. Ég var bara glaður að fá að spila á Anfield. Þetta var frábært kvöld fyrir mig og félagið." Poleksic er enn miður sín yfir því að hafa ekki látið yfirvöld vita af því er reynt var að "kaupa" hann fyrir leikinn gegn Fiorentina sem fór 4-3 fyrir ítalska liðið. "Það var hringt í mig viku eða tíu dögum fyrir leik. Það truflaði mína spilamennsku. Ég varð skíthræddur við að gera mistök því þá grunaði mig að ég færi að ásaka mig um eitthvað. Ég veit ekki hver það var sem hringdi í mig en ég sagðist ekki standa í slíku. Bað svo viðkomandi um að sleppa því að hringja í mig aftur. "Ég veit ekki hvaðan þessi maður var og ég gerði mistök með því að segja ekki neitt. Ég var ekki viss um hvort það hefði verið alvara með þessu símtali og þekkti fólkið ekkert þannig að ég sagði ekkert. Allir markverðir gera mistök en mín mistök voru að hringja ekki í lögregluna." Poleksic segist taka það inn á sig að fólk gruni hann um græsku í leiknum gegn Liverpool. "Þetta var stærsti leikur ferilsins. Ég hef alltaf haldið upp á Liverpool. Ég elska félagið og trúi því ekki sem er búið að segja um mig. Ég skipti um treyju við Pepe Reina eftir leik og sú treyja hangir enn upp á vegg heima hjá mér. Ég er það mikill aðdáandi. Mínar stærstu áhyggjur eru að fólk trúi því sem er verið að segja um mig."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Sjá meira