NBA: Kobe bara með 4 stig en Lakers vann samt - Met hjá Lebron Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2013 09:00 LeBron James. Mynd/NordicPhotos/Getty Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors.LeBron James var með 30 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 117-104. James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 30 stig eða meira jafnframt því að nýta yfir 60 prósent skota sinna í sex leikjum í röð. James nýtti 11 af 15 skotum sínum í nótt en hann bætti þar með met þeirra Adrian Dantley og Moses Malone sem höfðu báðir náð þessu í fimm leikjum í röð á sínum tíma. James var þó ekki stigahæstur hjá Miami því Chris Bosh skoraði 32 stig og tók 11 fráköst. Dwyane Wade skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar og Ray Allen var með 14 stig. Damian Lillard skoraði 33 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 29 stig.Dwight Howard var með 19 stig og 18 fráköst og Antawn Jamison bætti við 19 stigum þegar Los Angeles vann 91-85 heimasigur á Phoenix Suns. Kobe Bryant skoraði aðeins fjögur stig í leiknum og tapaði átta boltum. Kobe skaut ekki á körfuna í fyrri hálfeik (gaf 8 stoðsendingar fyrir hlé) og skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en 2:13 voru eftir af leiknum. Michael Beasley var stigahæstur hjá Phoenix með 18 stig og Luis Scola skoraði 15 stig í áttunda tapi Phoenix í síðustu tíu leikjum.Utah Jazz hélt áfram að vinna "stóru" liðin á heimavelli þegar liðið vann 109-94 sigur á Oklahoma City Thunder. San Antonio og Miami höfðu einnig tapað í Salt Lake City. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Utah-liðið og Paul Millsap var með 18 stig og 10 fráköst en það dugði ekki Thunder að Kevin Durant skoraði 33 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Russell Westbrook skoraði 22 stig fyror OKC.James Harden skoraði 27 stig þegar Houston Rockets vann Golden State Warriors 116-107 og Jeremy Lin bætti við 14 stigum og 10 stoðsendingum í öðrum sigri Houston á Golden State á átta dögum. Stephen Curry skoraði 27 stig fyrir Golden State.Marc Gasol var með 24 stig og 12 fráköst og Mike Conley skoraði 22 stig þegar Memphis Grizzlies vann 108-101 sigur á Sacramento Kings. Tony Allen lék einnig vel og skoraði 19 stig í leiknum. DeMarcus Cousins var með 23 stig fyrir Kings-liðið.Rudy Gay skoraði sigurkörfuna þegar Toronto Raptors vann 109-108 sigur á Denver Nuggets. Þetta er önnur sigurkarfa Gay á stuttum tíma en hann er nýkominn til Toronto frá Memphis. DeMar DeRozan var stigahæstur með 22 stig en Rudy Gay var með 17 stig í þriðja sigri Toronto í röð. Ty Lawson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Toronto Raptors - Denver Nuggets 109-108 Miami Heat - Portland Trail Blazers 117-104 Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 108-101 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 109-94 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 91-85 Golden State Warriors - Houston Rockets 107-116 NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
Kobe Bryant átti furðulegan leik í nótt þegar lið hans Los Angeles Lakers vann sinn áttunda sigur í ellefu leikjum í NBA-deildinni í körfubolta. LeBron James var hinsvegar áfram sjóðandi heitur og setti nýtt NBA-met, Oklahoma City Thunder steinlá í Utah og Rudy Gay skoraði aðra sigurkörfu sína á stuttum tíma fyrir sitt nýja lið Toronto Raptors.LeBron James var með 30 stig, 9 stoðsendingar og 6 fráköst þegar Miami Heat vann Portland Trail Blazers 117-104. James varð fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA til þess að skora 30 stig eða meira jafnframt því að nýta yfir 60 prósent skota sinna í sex leikjum í röð. James nýtti 11 af 15 skotum sínum í nótt en hann bætti þar með met þeirra Adrian Dantley og Moses Malone sem höfðu báðir náð þessu í fimm leikjum í röð á sínum tíma. James var þó ekki stigahæstur hjá Miami því Chris Bosh skoraði 32 stig og tók 11 fráköst. Dwyane Wade skoraði 24 stig og gaf 7 stoðsendingar og Ray Allen var með 14 stig. Damian Lillard skoraði 33 stig fyrir Portland og LaMarcus Aldridge var með 29 stig.Dwight Howard var með 19 stig og 18 fráköst og Antawn Jamison bætti við 19 stigum þegar Los Angeles vann 91-85 heimasigur á Phoenix Suns. Kobe Bryant skoraði aðeins fjögur stig í leiknum og tapaði átta boltum. Kobe skaut ekki á körfuna í fyrri hálfeik (gaf 8 stoðsendingar fyrir hlé) og skoraði ekki sín fyrstu stig fyrr en 2:13 voru eftir af leiknum. Michael Beasley var stigahæstur hjá Phoenix með 18 stig og Luis Scola skoraði 15 stig í áttunda tapi Phoenix í síðustu tíu leikjum.Utah Jazz hélt áfram að vinna "stóru" liðin á heimavelli þegar liðið vann 109-94 sigur á Oklahoma City Thunder. San Antonio og Miami höfðu einnig tapað í Salt Lake City. Al Jefferson skoraði 23 stig fyrir Utah-liðið og Paul Millsap var með 18 stig og 10 fráköst en það dugði ekki Thunder að Kevin Durant skoraði 33 stig, tók 6 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum. Russell Westbrook skoraði 22 stig fyror OKC.James Harden skoraði 27 stig þegar Houston Rockets vann Golden State Warriors 116-107 og Jeremy Lin bætti við 14 stigum og 10 stoðsendingum í öðrum sigri Houston á Golden State á átta dögum. Stephen Curry skoraði 27 stig fyrir Golden State.Marc Gasol var með 24 stig og 12 fráköst og Mike Conley skoraði 22 stig þegar Memphis Grizzlies vann 108-101 sigur á Sacramento Kings. Tony Allen lék einnig vel og skoraði 19 stig í leiknum. DeMarcus Cousins var með 23 stig fyrir Kings-liðið.Rudy Gay skoraði sigurkörfuna þegar Toronto Raptors vann 109-108 sigur á Denver Nuggets. Þetta er önnur sigurkarfa Gay á stuttum tíma en hann er nýkominn til Toronto frá Memphis. DeMar DeRozan var stigahæstur með 22 stig en Rudy Gay var með 17 stig í þriðja sigri Toronto í röð. Ty Lawson skoraði 29 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Denver.Úrslit úr leikjum næturinnar í NBA: Toronto Raptors - Denver Nuggets 109-108 Miami Heat - Portland Trail Blazers 117-104 Memphis Grizzlies - Sacramento Kings 108-101 Utah Jazz - Oklahoma City Thunder 109-94 Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 91-85 Golden State Warriors - Houston Rockets 107-116
NBA Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira