Real áfram eftir umdeilt rautt spjald Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. mars 2013 15:07 Mynd/Nordic Photos/Getty Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira
Dómari stórleiks kvöldsins í Meistaradeild Evrópu var í sviðsljósinu þegar að Real Madrid tryggði sér sæti í fjórðungsúrslitum keppninnar á kostnað Manchester United. Staðan var 1-0 fyrir United þegar að tyrkneski dómarinn Cuneyt Cakir ákvað að gefa Nani, leikmanni United, beint rautt spjald fyrir brot á Alvaro Arbeloa. Nani hafði farið með fótinn í síðuna á Arbeloa en vildi meina að um óviljaverk hafi verið að ræða. Jose Mourinho brást við með því að setja Luka Modric inn á og auka þannig sóknarkraft liðsins. Modric var ekki nema sjö mínútur að setja mark sitt á leikinn er hann jafnaði metin með þrumufleyg í stöngina og inn. Madrídingar hömruðu járnið á meðan það var heitt og aðeins þremur mínútum síðar skoraði Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmaður United, sigurmark leiksins með skoti úr þröngu færi eftir laglega sókn Madrid. Ronaldo var í kvöld að spila sinn fyrsta leik á Old Trafford síðan hann var keyptur á metfé til Real Madrid árið 2009. Hann fagnaði ekki marki sínu af virðingu við sitt gamla félag. Úrslitin voru í raun ráðin eftir þetta en United menn sóttu þó af nokkrum krafti og voru ekki langt frá því að uppskera jöfnunarmark. En leikurinn fjaraði út og niðurstaðan 3-2 samanlagður sigur Real Madrid. United hafði komist yfir á 48. mínútu leiksins þegar að Sergio Ramos, varnarmaður Real, stýrði knettinum í eigið net. Nani sendi boltann fyrir markið og Welbeck náði að koma við boltann áður en hann fór af Ramos í markið af stuttu færi. Wayne Rooney var óvænt á bekknum í kvöld en kom inn á 73. mínútu. Hann hressti upp á sóknarleik United en það var ekki nóg.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Sjá meira