Ferguson: Megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2013 10:30 Cristiano Ronaldo. Mynd/Nordic Photos/Getty Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, þurfti að sjálfsögðu að svara mörgum spurningum um Cristiano Ronaldo, fyrrum leikmann félagsins og núverandi aðalstjörnu Real Madrid. Manchester United mætir Real Madrid á Old Trafford í kvöld í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum og það er því mikil spenna í loftinu fyrir leik kvöldsins sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. „Ég hef aðallega áhyggjur af því að hann láti sjá sig," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón aðspurður um mikilvægi Cristiano Ronaldo í leiknum í kvöld. „Við megum ekki vera hræddir við Cristiano Ronaldo. Ef við förum að velta því of mikið fyrir okkur hvað hann getur gert inn á vellinum þá munum við gleyma því sem við ætlum að gera sjálfir í leiknum," sagði Ferguson. Ferguson seldi Cristiano Ronaldo til Real Madrid fyrir 80 milljónir punda árið 2009 og síðan hefur Portúgalinn raðað inn mörkum í búningi Real. „Við hverju býstu þegar þú mætir liði með Cristiano innanborðs? Auðvitað búast menn við vandræðum í leiknum. Við verðum bara að vinna úr þeim eins vel og við getum. Rafael býr vonandi af reynslu sinni frá því í fyrri hálfleik í fyrri leiknum og hann fær aftur sama hlutverk í þessum leik," sagði Ferguson. Ferguson var spurður út hinn brasilíska Ronaldo sem kláraði Manchester United þegar liðin voru í sömu stöðu í Meistaradeildinni í apríl 2003. Ronaldo skoraði þá þrennu á Old Trafford og Real komst áfram þrátt fyrir 3-4 tap. „Sá eldri og feitari var á toppi ferils síns á þeim tíma. Þessi Ronaldo er frábær íþróttamaður. Hann missir aldrei úr leik, ber sig frábærlega, er með mikinn hraða, tvo öfluga fætur og er síðan mjög góður í loftinu. Okkar aðaláhyggjur eru af því sem gerist í kvöld en ekki af því sem gerðist fyrir tíu árum," sagði Ferguson.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Sjá meira