Dramatík í lokin en Dortmund fór í úrslit Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2013 18:15 Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira
Borussia Dortmund er komið í úrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta skipti í 16 ár þrátt fyrir 2-0 tap gegn Real Madrid í síðari leik liðanna á Spáni í kvöld. Þjóðverjarnir höfðu 4-1 veganesti fyrir leikinn í kvöld og fáir sem áttu von á endurkomu Real Madrid. Heimamenn óðu í færum í fyrri hálfleik en tókst ekki að finna leiðina í markið. Í síðari hálfleik opnaðist leikurinn upp á gátt. Gestirnir frá Dortmund fengu hvert dauðafærið á fætur öðru en ýmist varði Diego Lopez eða þeim gulklæddu brást bogalistin. Átta mínútum fyrir leikslok fór allt á fullt. Karim Benzema skoraði þá mark af stuttu færi eftir vel útfærða sókn og kviknaði von í hjörtum stuðningsmanna þeirra hvítklæddu. Sex mínútum síðar var það Sergio Ramos sem bætti við marki með skoti úr teignum og allt í einu þurftu heimamenn aðeins eitt mark. Þriðja markið kom hins vegar aldrei og stórveldið Real Madrid er úr leik. Sigur Dortmund í einvíginu yfir leikina tvo er verðskuldaður en þeir þýsku voru ekki síðri aðilinn í leik kvöldsins þótt heimamenn hafi skorað mörkin tvö. Þetta er þriðja árið í röð sem Real Madrid fellur úr leik í undanúrslitum Meistaradeildarinnar sem er met. Annað kvöld kemur í ljós hvort úrslitaleikurinn í ár verði þýskur. Þá sækir Bayern München heim Barcelona en þeir þýsku hafa 4-0 forystu úr fyrri leiknum. Úrslitaleikurinn fer fram á Wembley þann 25. maí. Myndasyrpu frá fagnaðarlátum Þjóðverjanna má sjá í myndaalbúminu hér fyrir neðan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Fótbolti „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ Fótbolti Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Af hverju falla metin ekki á Íslandi? Sport „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ Fótbolti „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ Fótbolti „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ Fótbolti „Pirraður því við áttum meira skilið“ Fótbolti Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar dásamaði Daníel: „Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum“ „Ljóðrænt réttlæti eftir það sem gerðist í París“ „Stuðningurinn gaf okkur þessi auka tíu prósent“ „Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Gæti ekki verið stoltari af mínum mönnum“ „Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Pirraður því við áttum meira skilið“ Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Fíaskó Svía ætlar engan endi að taka Uppgjörið: Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar „Ég vildi bara reyna að setja annað“ Úkraína hélt sér fyrir ofan Ísland Sjáðu mörk Íslands og Frakklands Næstminnsta HM-þjóðin á eftir Íslandi Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Ødegaard frá fram yfir næsta landsleikjahlé Byrjunarlið Frakklands: Mateta tekur sæti Mbappé „Ísland er með sterkt lið“ „Ekitiké er ekki slæmur“ Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Frakkar geta tryggt sér sæti á HM í kvöld Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Langþráður sigur hjá Sveindísi en úrslitakeppnin fjarlæg Brakið úr bílslysi Michail Antonio var til sölu á eBay „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Sjá meira