Keflavík Music Festival í uppnámi KH og JBG skrifar 7. júní 2013 11:03 Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir dagskránna hafa riðlast. Franz Gunnarsson, gítarleikari Ensíma, vandar skipuleggjendum ekki kveðjurnar. Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær. Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Aðeins tvær hljómsveitir af fjórum sem spila áttu í Tuborg-tjaldinu á Keflavík Music Festival í gær kom fram. Hinar sveitirnar hættu við þar sem þær töldu tónleikahaldara ekki standa við gerða samninga. Þá mun Micha Moor ekki spila á hátíðinni í kvöld þar sem hljómsveitin fékk enga flugmiða frá tónleikahöldurum, að því er segir á Twitter-síðu sveitarinnar. „Við áttum að fá fyrirgramgreiðslu áður en við stigum á svið. Það var forsenda þess að við myndum spila og eitthvað sem var búið að semja um löngu áður. Ég kom fyrr á staðinn til að klára þetta mál en tónleikahaldararnir létu aldrei sjá sig,“ segir Franz Gunnarsson, gítarleikari í Ensíma. Skálmöld og Pétur Ben spiluðu en Sign og Ensími pökkuðu hins vegar saman og fóru heim. „Þetta var allt mjög sérstakt,“ segir Franz. „Engin gæsla á svæðinu; engin ljós og engin aðstaða fyrir tónlistarmenn svo við þurftum að hýrast þarna í skítakulda. Við biðum og biðum eftir forsvarsmönnum hátíðarinnar en þegar þeir létu ekki sjá sig svo við pökkuðum saman og fórum.“ Að sögn Franz höfðu Skálmaldarmenn ekki samið um fyrirframgreiðslu eins og hinar sveitirnar og því hafi þeir spilað. Töluverðrar óánægju virðist gæta meðal tónleikagesta ef marka má umræður á Facebook. Óli Geir Jónsson tónleikahaldari segir að dagskráin hafi riðlast þar sem danska sveitin Outlandis hafi lent án farangurs. Hljóðfærin hafi ekki farið með í vélina og því hafi dagskráin riðlast um tæpa tvo tíma. „Dagskráin í Reykjaneshöll átti að vera frá 7 til 11 en varð frá 8.30 til 1.30. Við gátum ekki seinkað dagskránni í tjöldunum. Á þeim tíma þegar allt átti að vera í gangi í tjöldunum voru allir í höllinni. Böndin í tjaldinu voru augljóslega ekki sátt við það. Þau vilja eðlilega ekki spila fyrir fimm áhorfendur en það voru mörg þúsund manns í höllinni. Það er lítið sem við getum gert. Við höldum okkar striki - erum með rosalega flotta dagskrá í kvöld og á morgun. En ástæðan fyrir þessu er að búnaður Outlandish kom ekki. Það er engum að kenna,“ segir Óli Geir sem lýsir nóttinni sem einni þeirri erfiðustu sem hann hefur lifað. „Einhverjir eru ósáttir en það er bara ekkert sem við getum gert í því nema haldið okkar striki og reynt að færa fólkinu góða hátíð.“ Uppfært kl. 11.31: Leiðrétting. Pétur Ben mun hafa komið fram í Tuborg-tjaldinu í gær.
Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“