Innlent

"Lög af þessu tagi eiga ekki heima í neinu nútíma lýðræðisríki"

Jóhannes Stefánsson skrifar
Hörður segir ástæðu til að hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Rússlandi
Hörður segir ástæðu til að hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Rússlandi Mynd/ AP/Landslög

Neðri deild rússneska þingsins samþykkti í gær með öllum greiddum atkvæðum tvenn lög. Önnur laganna gera það refsivert að halda því fram að samkynhneigð sé jafn eðlileg og gagnkynhneigð og hin hafa það í för með sér að móðgun við trúfélög eða trúariðkendur varðar við fangelsisvist.

Lögin eru viðbrögð þarlendra stjórnvalda við uppákomu Pussy Riot í dómkirkjunni í Moskvu á sínum tíma.

Hörður Helgi Helgason hdl., stjórnarformaður Amnesty á Íslandi, lýsir lögunum á þennan veg: „Þetta skilgreinir það sem glæp að hafa frammi það sem stjórnvöld á hverjum tíma kjósa að túlka sem guðlast og myndi þá væntanlega leggja fangelsisdóma við hegðun af því tagi sem að pussy riot hafði frammi. Þetta eru önnur lögin og hin lögin banna í raun aktivisma af hálfu LGBT fólks sem er fólk sem er annarrar kynhneigðar en gagnkynhneigt."

Hörður hefur þungar áhyggjur af ástandinu austanhafs og segir: „Afstaða Amnesty er skýr, lög af þessu tagi eiga ekki heima í neinu nútíma lýðræðisríki og spurningin núna er hvort Rússland vilji lengur láta telja sig til slíkra ríkja," segir Hörður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×