Innlent

Nick Cave hrundi fram af sviðinu

Jóhannes Stefánsson skrifar
Nick Cave var hvergi banginn og hélt sínu striki. Hann þurfti þó að láta líta á meiðslin eftir tónleikana.
Nick Cave var hvergi banginn og hélt sínu striki. Hann þurfti þó að láta líta á meiðslin eftir tónleikana. Mynd/ af Youtube
Nick Cave datt af sviðinu þegar hann kom fram á ATP tónlistarhátíðinni í gær. Atvikið átti sér stað þegar hann var búinn að spila tvö lög á hátíðinni en hann hafði gengið niður nokkuð mjóan ramp til að standa nær áhorfendum. Þegar hann hugðist svo ganga aftur upp á sviðið flaug hann fram af rampinum eins og sést í viðhengdu myndbandi.

Hljómsveitin hélt þó áfram að spila eins og ekkert hefði í skorist en Cave stóð upp og hélt áfram að spila nokkru seinna. Hann mun hafa klárað tónleikana með glæsibrag og spilaði lengur en til stóð í upphafi.

Söngvarinn ákvað að fara á slysadeildina í Fossvogi vegna þess að hann var aumur eftir atvikið. Í ljós kom að hann var ekki brotinn en var mjög marinn eftir fallið.

Hér má sjá myndband af atvikinu (atvikið má sjá með því að spóla á 8:30):






Fleiri fréttir

Sjá meira


×