Vel tekið á móti Ban Ki-moon á Alþingi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. júlí 2013 12:09 Blíðskaparveður tók á móti aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon þegar hann heimsótti Alþingi klukkan 10 í morgun. MYND/ARNÞÓR Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni. Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira
Mikill viðbúnaður er vegna komu Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, til landsins en heimsókn hans hófst formlega í dag. Ban Ki-moon fundaði með Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra í morgun. Á fundinum var meðal annars rætt um áherslur Íslands á þróunarsamvinnu, mannréttindi og jafnréttismál. Utanríkisráðherra fagnaði sérstaklega alþjóðlegu átaki um aukna nýtingu sjálfbærra orkugjafa sem Sameinuðu þjóðirnar hafa ýtt úr vör að frumkvæði Ban Ki-moon auk þess sem hann áréttaði mikilvægi ályktunar öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um konur.Eftir fundinn með utanríkisráðherra hélt aðalframkvæmdastjórinn á Alþingi þar sem hann Kristján L. Möller, varaforseti Alþingis, tók á móti honum. Þar var hann fræddur um sögu og hætti þingsins, allt frá stofnun þess á Þingvöllum til sætaskipunar þingsins nú í dag. Að ávarpi Kristjáns loknu fékk Ki-moon skoðunarferð um húsið þar sem hann ritaði kveðju í gestabók Alþingis. Aðalframkvæmdastjórinn mun einnig funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta, og Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra.Klukkan þrjú í dag heldur hann fyrirlestur í hátíðarsal Háskóla Íslands. Fyrirlesturinn ber heitið: Ísland og Sameinuðu þjóðirnar: Sjálfbær framtíð fyrir alla. Ban Ki-moon mun einnig skoða starfsemi Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, heimsækja Hellisheiðavirkjun í því skyni að kynna sér jarðhitanýtingu og áhrif loftslagsbreytinga á jökla Íslands. Ban Ki-moon hefur hvatt leiðtoga heimsins til þess að vera meðvitaða um þær áskoranir sem nú steðja að heimssamfélaginu, til að mynda áhrif loftslagsbreytinga og sjálfbæra auðlindanýtingu. Heimsókn aðalframkvæmdastjórans stendur til morguns en þá mun hann ásamt föruneyti sínu heimsækja Þingvelli. Þetta er í fyrsta sinn sem Ban Ki-moon heimsækir Ísland. Í raun hefur aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna ekki komið hingað til lands síðan árið 1997. Þá gegndi Kofi Annan áhrifastöðunni.
Mest lesið Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Hvalreki í Vogum Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Árekstur á Rangárvallarvegi Fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Sjá meira