"Pistorius hefur það ekki í sér að gera svona hlut“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. ágúst 2013 12:00 Oscar Pistorius ásamt systkynum sínum í réttarsalnum í nótt. Mynd / Getty Images "Við erum viss um að þetta hafi verið óviljaverk,“ segir Sigríður Hanna Jóhannesdóttir amma Hafliða Hafþórssonar sem hefur verið náinn vinur hlauparans Oscar Pistorius, í viðtali við suður-afríska blaðið Mail & Guardian. Hafliði styðst einnig við gervifætur frá Össuri hf. og hafa þeir báðir verið einskonar ímynd fyrirtækisins.Pistorius hefur formlega verið ákærður fyrir morðið á Reeva Steenkamp en atvikið átti sér stað á heimili hans 14. febrúar 2013. Pistorius hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða en Steenkamp var kærasta hlauparans á þeim tíma. Öll fjölskyldan hefur verið gríðarlega náin hlauparanum og hefur Pistorius verið mikil fyrirmynd fyrir íslenska drenginn. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir ferðaðist til að Suður-Afríku í júní til þess að verða viðstödd þegar Pistorius kom fyrir dómara. „Oscar er mikill vinur okkar og við trúum hans frásögn vel. Fjölskyldan vill sýna honum stuðning,“ segir Sigríður Hanna. „Pistorius hefur alltaf verið til staðar þegar Hafliði þurfti mest á honum að halda.“Skjáskot af heimasíðu Mail&GuardianFjölskyldan hafði fengið þær fréttir fjórum mánuðum áður en Hafliði kom í heiminn að hann myndi fæðast án neðri fótleggja. „Fjölskyldan var í miklu uppnámi og eftir töluverðar rannsóknir fóru leiðir okkar saman við Oscar Pistorius sem gaf öllum mikla von. Ég las allt um þennan mann og prentaði út fullt af myndum af honum. Ég hafði myndir af þessum myndalega manni upp á vegg á skrifstofu minni og heima út meðgönguna hjá Ebbu [Guðnýju Guðmundsdóttir, móðir Hafliða] og alltaf þegar ég horfði á hann á veggnum róaðist maður mikið niður.“ Samband myndaðist á milli drengsins og Pistorius og fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að það væru engar hindranir sem ekki væri hægt að yfirstíga fyrir Hafliða. „Við höfum hitt Oscar á Íslandi og einnig erlendis til að sjá hann á Ólympíuleikum fatlaðra í London og öðrum mótum. Okkar bestu stundir voru þegar við horfðum á hann hlaupa.“ Árið 2008 vann Oscar Pistorius til margra verðlauna á frjálsíþróttamóti í Manchester og var fjölskylda Hafliða viðstödd. „Allt í einu hljóp Oscar að okkur, stökk yfir girðinguna og kom til okkar í stúkunni. Þar tók hann verðlaunapening sinn og setti utan um hálsinn á Hafliða. Þetta gerði hann ekki fyrir fjölmiðlaathygli þar sem engar myndir voru teknar, heldur bara fyrir Hafliða.“ Í dag hleypur Hafliði mikið, æfir fótbolta og lifir eins og venjulegur strákur. Að sögn ömmu hans hefur hann þá trú á sjálfum sér að hann geti afrekað allt og er það mikið til Pistorius að þakka. „Oscar er ótrúlega góður og umhyggjusamur maður og það er enginn vafi í mínum huga að þessi skelfilegi atburður hafi verið slys. Hann var að vernda Reeva [Steenkamp], hann elskaði hana gríðarlega og þessi maður hefur það ekki í sér að gera svona hlut.“ Frjálsar íþróttir Oscar Pistorius Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sjá meira
"Við erum viss um að þetta hafi verið óviljaverk,“ segir Sigríður Hanna Jóhannesdóttir amma Hafliða Hafþórssonar sem hefur verið náinn vinur hlauparans Oscar Pistorius, í viðtali við suður-afríska blaðið Mail & Guardian. Hafliði styðst einnig við gervifætur frá Össuri hf. og hafa þeir báðir verið einskonar ímynd fyrirtækisins.Pistorius hefur formlega verið ákærður fyrir morðið á Reeva Steenkamp en atvikið átti sér stað á heimili hans 14. febrúar 2013. Pistorius hefur ávallt haldið því fram að um slys hafi verið að ræða en Steenkamp var kærasta hlauparans á þeim tíma. Öll fjölskyldan hefur verið gríðarlega náin hlauparanum og hefur Pistorius verið mikil fyrirmynd fyrir íslenska drenginn. Sigríður Hanna Jóhannesdóttir ferðaðist til að Suður-Afríku í júní til þess að verða viðstödd þegar Pistorius kom fyrir dómara. „Oscar er mikill vinur okkar og við trúum hans frásögn vel. Fjölskyldan vill sýna honum stuðning,“ segir Sigríður Hanna. „Pistorius hefur alltaf verið til staðar þegar Hafliði þurfti mest á honum að halda.“Skjáskot af heimasíðu Mail&GuardianFjölskyldan hafði fengið þær fréttir fjórum mánuðum áður en Hafliði kom í heiminn að hann myndi fæðast án neðri fótleggja. „Fjölskyldan var í miklu uppnámi og eftir töluverðar rannsóknir fóru leiðir okkar saman við Oscar Pistorius sem gaf öllum mikla von. Ég las allt um þennan mann og prentaði út fullt af myndum af honum. Ég hafði myndir af þessum myndalega manni upp á vegg á skrifstofu minni og heima út meðgönguna hjá Ebbu [Guðnýju Guðmundsdóttir, móðir Hafliða] og alltaf þegar ég horfði á hann á veggnum róaðist maður mikið niður.“ Samband myndaðist á milli drengsins og Pistorius og fljótlega áttaði fjölskyldan sig á því að það væru engar hindranir sem ekki væri hægt að yfirstíga fyrir Hafliða. „Við höfum hitt Oscar á Íslandi og einnig erlendis til að sjá hann á Ólympíuleikum fatlaðra í London og öðrum mótum. Okkar bestu stundir voru þegar við horfðum á hann hlaupa.“ Árið 2008 vann Oscar Pistorius til margra verðlauna á frjálsíþróttamóti í Manchester og var fjölskylda Hafliða viðstödd. „Allt í einu hljóp Oscar að okkur, stökk yfir girðinguna og kom til okkar í stúkunni. Þar tók hann verðlaunapening sinn og setti utan um hálsinn á Hafliða. Þetta gerði hann ekki fyrir fjölmiðlaathygli þar sem engar myndir voru teknar, heldur bara fyrir Hafliða.“ Í dag hleypur Hafliði mikið, æfir fótbolta og lifir eins og venjulegur strákur. Að sögn ömmu hans hefur hann þá trú á sjálfum sér að hann geti afrekað allt og er það mikið til Pistorius að þakka. „Oscar er ótrúlega góður og umhyggjusamur maður og það er enginn vafi í mínum huga að þessi skelfilegi atburður hafi verið slys. Hann var að vernda Reeva [Steenkamp], hann elskaði hana gríðarlega og þessi maður hefur það ekki í sér að gera svona hlut.“
Frjálsar íþróttir Oscar Pistorius Mest lesið Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Enski boltinn Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Golf Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Fótbolti Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Fótbolti Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Bætti fjórtán ára heimsmet um ótrúlega heila sekúndu „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Unnu gull á HM en fengu ekki að heyra þjóðsönginn Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn Dagskráin í dag: Risaleikir fyrir íslenskan fótbolta og Lundúnaslagur KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Semple til Grindavíkur Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sjá meira