Aðildarumsókn Íslands ekki verið afturkölluð 23. ágúst 2013 16:40 Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra og Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar. Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki verið afturkölluð og landið telst enn vera umsóknarríki. Þetta kemur fram í svarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll sendi Gunnari Braga bréf með sjö spurningum sem ráðherrann svaraði. Árni Páll segir að svör utanríkisráðherra staðfesti enn betur hið algera ráðleysi sem einkenni fum og fát ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Samkvæmt svörunum hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og Ísland telst enn umsóknarríki. Samt sagði ráðherrann fyrir nokkrum dögum að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki,“ segir Árni Páll meðal annars á Facebooksíðu sinni. „Samkvæmt svörunum hefur eitthvað verið gert sem kallast "hlé". Það "hlé" hefur samt ekki verið ákvörðunarefni í ríkisstjórn eða verið borið undir utanríkismálanefnd, eins og stjórnskipunin krefst um meiriháttar utanríkismál. "Hléið" getur því ekki talist meiriháttar akvörðun um aðildarferlið. Hvað er það þá? Er það "afsakið, hlé"?“Spurningar Árna Páls og svör Gunnars Braga má sjá hér að neðan eins og þau eru birt á Facebooksíðu þess fyrrnefnda. 1) Hefur aðildarumsókn Íslands verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu? SVAR Fyrir liggur að hlé hefur verið gert á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Fulltrúum ESB, þ.m.t. stækkunarstjóra og núverandi formennskuríki, hefur verið gerð grein fyrir þessu. 2) Samræmist skilningur ESB á stöðu Íslands yfirlýstum skilningi utanríkisráðherra á stöðu Íslands sem „fyrrverandi umsóknarríkis“? SVAR ESB hefur sýnt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar skilning. Ekki hefur annað komið fram en aðESB telji Ísland áfram umsóknarríki þar sem aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Hinu er ekki að leyna að vissar spurningar vakna þar um í ljósi ákvarðana ESB um að hætta IPA verkefnum hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrkir séu fyrir lönd í aðildarviðræðum. 3) Hafa íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði tjáð ESB formlega eða óformlega um ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli? Með hvaða hætti var það gert? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar er að gera hlé á ferlinu og hefja það ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt ESB á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB og utanríkisráðherra Litháen sem nú fer með formennsku í ESB. 4) Ef svarið við spurningu 3 er jákvætt þarf að spyrja hvaða íslenskt stjórnvald hafi ákveðið að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórnvald tók þá ákvörðun, hvenær og með vísan til hvaða réttarheimilda og á hvaða lögmætisgrundvelli? Hvar var sú ákvörðun birt? SVAR Svarið við spurningu 3 er ekki jákvætt. 5) Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár? Hvernig hefur málið verið tekið á formlega dagskrá og til formlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn, í samræmi við skýra niðurstöðu Landsdóms frá 2012? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir í stjórnarsáttmála um að gera hlé á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Þessi stefnumörkun kallar ekki á sérstaka samþykkt ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra hefur hins vegar farið með málefni aðildarumsóknar að ESB ítrekað inn í ríkisstjórn til umfjöllunar, m.a. í aðdraganda fundar hans með stækkunarstjóra ESB. Þar hefur málið verið á formlegri dagskrá á grundvelli minnisblaða utanríkisráðherra. 6) Er utanríkisráðherra ekki þeirrar skoðunar að staða Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið sé meiriháttar utanríkismál sbr. 24. grein þingskapalaga? Hvaða efnislegt samráð hafði utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefndarinnar? SVAR Utanríkiráðherra sækir umboð sitt til Alþingis og starfar í krafti þess meirihluta sem þar er nú. Utanríkisráðherra er sammála því að aðildarviðræður við ESB sé meiriháttar utanríkismál enda kom ráðherra á fund nefndarinnar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu og fundi sínum með stækkunarstjóra ESB. 7) Telur utanríkisráðherra lögmætt að fylgja ekki ályktun Alþingis frá 16. Júlí 2009, heldur ganga þvert gegn efni hennar án undangenginnar umræðu og nýrrar ákvörðunar Alþingis? Telur utanríkisráðherra sig þá jafn óbundinn af öðrum ályktunum Alþingis um utanríkismál. SVAR Sjá meðf. álitsgerð. ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur ekki verið afturkölluð og landið telst enn vera umsóknarríki. Þetta kemur fram í svarbréfi Gunnars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra til Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar. Árni Páll sendi Gunnari Braga bréf með sjö spurningum sem ráðherrann svaraði. Árni Páll segir að svör utanríkisráðherra staðfesti enn betur hið algera ráðleysi sem einkenni fum og fát ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. „Samkvæmt svörunum hefur aðildarumsóknin ekki verið afturkölluð og Ísland telst enn umsóknarríki. Samt sagði ráðherrann fyrir nokkrum dögum að Ísland væri ekki lengur umsóknarríki,“ segir Árni Páll meðal annars á Facebooksíðu sinni. „Samkvæmt svörunum hefur eitthvað verið gert sem kallast "hlé". Það "hlé" hefur samt ekki verið ákvörðunarefni í ríkisstjórn eða verið borið undir utanríkismálanefnd, eins og stjórnskipunin krefst um meiriháttar utanríkismál. "Hléið" getur því ekki talist meiriháttar akvörðun um aðildarferlið. Hvað er það þá? Er það "afsakið, hlé"?“Spurningar Árna Páls og svör Gunnars Braga má sjá hér að neðan eins og þau eru birt á Facebooksíðu þess fyrrnefnda. 1) Hefur aðildarumsókn Íslands verið afturkölluð eða henni frestað að þjóðréttarlega gildum hætti, samanber fordæmi Sviss og Möltu? SVAR Fyrir liggur að hlé hefur verið gert á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið afturkölluð. Fulltrúum ESB, þ.m.t. stækkunarstjóra og núverandi formennskuríki, hefur verið gerð grein fyrir þessu. 2) Samræmist skilningur ESB á stöðu Íslands yfirlýstum skilningi utanríkisráðherra á stöðu Íslands sem „fyrrverandi umsóknarríkis“? SVAR ESB hefur sýnt ákvörðun nýrrar ríkisstjórnar skilning. Ekki hefur annað komið fram en aðESB telji Ísland áfram umsóknarríki þar sem aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Hinu er ekki að leyna að vissar spurningar vakna þar um í ljósi ákvarðana ESB um að hætta IPA verkefnum hér á landi á sama tíma og haldið er fram að þeir styrkir séu fyrir lönd í aðildarviðræðum. 3) Hafa íslenskir ráðherrar sjálfir eða embættismenn í þeirra umboði tjáð ESB formlega eða óformlega um ákvörðun Íslands að hætta aðildarferli? Með hvaða hætti var það gert? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar er að gera hlé á ferlinu og hefja það ekki aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Stefna ríkisstjórnarinnar hefur verið kynnt ESB á fundi utanríkisráðherra og stækkunarstjóra ESB og utanríkisráðherra Litháen sem nú fer með formennsku í ESB. 4) Ef svarið við spurningu 3 er jákvætt þarf að spyrja hvaða íslenskt stjórnvald hafi ákveðið að draga umsókn Íslands um aðild að ESB til baka? Hvaða stjórnvald tók þá ákvörðun, hvenær og með vísan til hvaða réttarheimilda og á hvaða lögmætisgrundvelli? Hvar var sú ákvörðun birt? SVAR Svarið við spurningu 3 er ekki jákvætt. 5) Telur utanríkisráðherra ekki að aðildarviðræður við Evrópusambandið séu mikilvægt stjórnarmálefni í skilningi 17. greinar stjórnarskrár? Hvernig hefur málið verið tekið á formlega dagskrá og til formlegrar afgreiðslu í ríkisstjórn, í samræmi við skýra niðurstöðu Landsdóms frá 2012? SVAR Stefna nýrrar ríkisstjórnar liggur fyrir í stjórnarsáttmála um að gera hlé á aðildarviðræðum. Aðildarumsókn hefur ekki verið dregin til baka. Þessi stefnumörkun kallar ekki á sérstaka samþykkt ríkisstjórnar. Utanríkisráðherra hefur hins vegar farið með málefni aðildarumsóknar að ESB ítrekað inn í ríkisstjórn til umfjöllunar, m.a. í aðdraganda fundar hans með stækkunarstjóra ESB. Þar hefur málið verið á formlegri dagskrá á grundvelli minnisblaða utanríkisráðherra. 6) Er utanríkisráðherra ekki þeirrar skoðunar að staða Íslands í samningaviðræðum við Evrópusambandið sé meiriháttar utanríkismál sbr. 24. grein þingskapalaga? Hvaða efnislegt samráð hafði utanríkisráðherra við utanríkismálanefnd, hvenær og hvaða umboð sótti hann til nefndarinnar? SVAR Utanríkiráðherra sækir umboð sitt til Alþingis og starfar í krafti þess meirihluta sem þar er nú. Utanríkisráðherra er sammála því að aðildarviðræður við ESB sé meiriháttar utanríkismál enda kom ráðherra á fund nefndarinnar 4. júlí s.l. þar sem hann gerði grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu og fundi sínum með stækkunarstjóra ESB. 7) Telur utanríkisráðherra lögmætt að fylgja ekki ályktun Alþingis frá 16. Júlí 2009, heldur ganga þvert gegn efni hennar án undangenginnar umræðu og nýrrar ákvörðunar Alþingis? Telur utanríkisráðherra sig þá jafn óbundinn af öðrum ályktunum Alþingis um utanríkismál. SVAR Sjá meðf. álitsgerð.
ESB-málið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira