„Hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. september 2013 11:12 Sandra María Jessen og félagar eiga langt flug fyrir höndum. Mynd/Auðunn Níelsson „Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira
„Þetta er bara klárt. Við vitum allt um þetta lið og erum farin að undirbúa okkur fyrir sextán liða úrslitin,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. Jóhann Kristinn var að sjálfsögðu að slá á létta strengi þegar blaðamaður heyrði í honum hljóðið að loknum drættinum í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. „Ég hafði alltaf á tilfinningunni að við fengjum rússneskt lið,“ segir Jóhann Kristinn sem fylgdist eðlilega grannt með drættinum. „Ég á erfitt með að meta möguleika okkar. Maður er náttúrulega bara ósáttur við að hafa fengið þetta ferðalag,“ segir Jóhann Kristinn. Hann rifjar upp að Stjarnan hafi lent í basli á ferðalagi sínu til Rússlands í fyrra og hefði kosið styttra ferðalag. Þegar þrjú lið voru eftir í pottinum voru tvö þeirra dönsk og eitt rússneskt. Umrætt lið í nágrenni Moskvu kom upp úr hattinum.Jóhann Kristinn Gunnarsson er að ljúka sínu öðru tímabili sem þjálfari Þórs/KA.Mynd/DaníelStjarnan mætti þessu sama liði í Meistaradeildinni síðastliðið haust en beið lægri hlut í tveimur leikjum 3-1. Jóhann Kristinn sá fyrri leikinn sem fram fór í Garðabæ og lauk með markalausu jafntefli. „Þetta var hörkulið. Ég hugsaði reyndar með mér á þessum leik að Stjarnan hefði getað unnið sigur hefði liðið ekki misst mann af velli,“ segir Jóhann Kristinn. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fékk tvö gul spjöld í fyrri hálfleik sem minnkaði muni Garðabæjarliðsins til muna. Þór/KA spilaði í Meistaradeild Evrópu haustið 2011. Þá mætti liðið Turbine Potsdam og tapaði samanlagt 14-2. „Þetta er alltaf ævintýri sama hvernig fer,“ segir Jóhann Kristinn. Hann minnir á að nokkrir af ungum leikmönnum liðsins séu að spila leiki númer þrjú og fjögur í Meistaradeild Evrópu sem sé frábært. LdB Malmö, lið Söru Bjarkar Gunnarsdóttur og Þóru Helgadóttur, mætir Lilleström. Dráttinn í heild sinni má sjá hér.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Sjá meira