Umfjöllun og viðtöl: Haukar - OCI Lions 30-18 | Öruggt hjá Haukum Sigmar Sigfússon í Schenker-höllinni skrifar 14. september 2013 16:43 Haukar unnu þriggja marka sigur í gær. Mynd/Daníel Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira
Haukar tóku OCI Lions frá Hollandi í kennslustund í síðari leik liðanna í forkeppni EHF-bikarsins í Hafnarfirði í dag. Haukar unnu tólf marka sigur og samanlagt með fimmtán mörkum í leikjunum tveimur. Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu ágætis forystu fljótt í leiknum. Vörnin var góð og þá var markmaður Hauka, Giedrius Morkunas, að verja eins og berserkur í markinu. Haukamenn komust í sex marka forystu á 16. mínútu þegar staðan var 10-4. Þjálfara OCI Lions var nóg bóðið á þeim tímapunkti og tók leikhlé. Eftir það lagaðist leikur gestanna og Luuk Hoiting, markmaður OCI Lions, varði vel á þeim kafla. Helst ber að nefna þegar Sigurbergur Sveinsson tók vítakast sem hann varði. Sigurbergur náði frákastinu sjálfur og skaut strax á markið en Luuk varði aftur. Haukar stöðvuðu góða kaflann hjá gestunum undir lok hálfleiksins og staðan í leikhlé var 15-11. Leikmenn Hauka voru áberandi grimmir í leik sínum í dag. Vörnin var góð, markvarslan frábær og þá skoruðu þeir hvert hraðaupphlaupsmarkið á eftir öðru. Ef fyrri hálfleikur var eign Hauka að þá áttu þeir seinni hálfleikinn skuldlausan. Hollenskaliðið sá ekki til sólar í hálfleiknum og Giedrius Morkunas gjörsamlega lokaði markinu á tímabili. Hann varði alls 24 bolta í leiknum og var maður leiksins að margra mata. Haukar skoruðu níu mörk í röð frá 40. mínútu að 55. mínútu og Ljónin skoruðu ekki eitt einasta mark í heilt korter. Haukar unnu, 30-18, nokkuð þægilegan tólf marka sigur og eru komnir áfram í Evrópukeppninni. Adam Haukur Baumruk og Sigurbergur Sveinsson skoruðu báðir fimm mörk fyrir sitt lið í dag. Patrekur: Vorum með mikla orku í dagPatrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, var í skýjunum yfir frammistöðu sinna manna í leiknum. „Verkefnið var vel leyst í dag. Varnarleikurinn var ekki nægilega góður hjá okkur í gær og okkur tókst að laga hann í dag. Þetta hefur verið eitthvað andlegt hjá leikmönnum í gær því við vorum með mikla orku í dag . Menn læra af þessu upp á framhaldið,“ sagði Patrekur. Markmannsstaðan hjá Haukum hefur verið í umræðunni eftir að Aron Rafn hvarf á braut. Þið sofið væntanlega rólegir á nóttinni yfir henni núna? „Já, Giedrius er virkilega góður markmaður og Einar Ólafur líka. Auðvitað hangir markvarslan dálítið á vörninni sem var frábær í dag. Ég hef engar áhyggjur af markvörslunni hjá okkur í vetur. Auðvitað er Aron Rafn okkar landsliðsmaður en þessir strákar eru mjög góðir,“ „Ég er mjög ánægður að við séum í þessari Evrópukeppni og vonast eftir að komast sem lengst í henni auðvitað. Vonandi hjálpar það okkur í deildinni að hafa fengið svona alvöru leiki rétt fyrir mótið,“ sagði Patrekur að lokum og glotti við tönn. Sigurbergur: Markvarslan var frábær í leiknum„Þessi leikur var mikil bæting frá því í gær, sérstaklega varnarlega. Við vorum að spila línuna betur inn í þetta hjá okkur í dag. Það var góður talandi innan liðsins og menn voru að finna hvorn annan,“ sagði Sigurbergur Sveinsson, stórskyttan í liði Hauka, eftir leikinn. „Svona korteri fyrir mót er gott að fá svona leiki og koma okkur í gírinn,“ „Markvarslan var frábær í leiknum og vörnin ekkert síðri. Við vorum alveg staðráðnir að bæta okkar leik frá því í leiknum í gær og það tókst,“ sagði Sigurbergur að lokum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Sjá meira