Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. september 2013 06:45 Gylfi segist hafa farið heim með öngulinn í rassinum frá lögreglunni. samsett mynd Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira