Konan sögð beitt þrýstingi að segja hælisleitandann vera föðurinn Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 20. nóvember 2013 07:00 Samkvæmt úrskurði Útlendingastofnunar er skilyrði fjölskyldusameiningar ekki uppfyllt enda sé maðurinn ekki í sambandi við meinta barnsmóður og ekki sé sannað að barnið sé hans. FBL/Stefán Karlsson Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu. Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Hælisleitandinn sem lögregla leitar að og átti að senda úr landi í gær er grunaður um aðild að mansalsmálinu sem kom upp á Suðurnesjum í sumar. Ætluð barnsmóðir mannsins, sem einnig er hælisleitandi, ber við að hún sé mansalsfórnarlamb og gefa rannsóknargögn til kynna að hún sé beitt þrýstingi um að segja manninn vera föðurinn. Þetta kemur fram í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins um synjun á endurupptöku á úrskurðinum um að senda manninn úr landi. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli síðustu daga og hafa mótmæli verið skipulögð fyrir framan innanríkisráðuneytið í dag undir yfirskriftinni Mótmæli gegn sundrun flóttafjölskyldu frá Nígeríu. Kemur fram á Facebook-síðu mómælanna að brottvísun mannsins úr landi sé lögbrot þar sem hann á unnustu og ófætt barn á Íslandi. Í rökstuðningi innanríkisráðuneytisins kemur aftur á móti fram að maðurinn eigi ekki í sambandi við meinta barnsmóður sína, heldur eigi hann í sambandi við íslenska konu. Einnig að faðernisviðurkenning muni fara fram í kjölfar fæðingar barnsins. Í rökstuðningnum segir ennfremur að maðurinn teljist ekki í lögmætri dvöl á Íslandi. Þegar hann sótti um hæli kom margsinnis fram að unnusta hans byggi í Kanada, hann hefði verið á leið þangað og sagði hann sjálfur að hann hefði engin sérstök tengsl við Ísland. Að mati ráðuneytisins hefur sú staðreynd ekki breyst. Lögmaður mannsins bað um frestun á að senda manninn úr landi til að bera málið undir dómsstóla. Frestunin er byggð á grundvelli ófædda barnsins en einnig að maðurinn sé í sambandi við íslenska konu, sé heilsuveill og hafi stöðu grunaðs manns vegna tveggja mála á Suðurnesjunum og vilji hann hreinsa nafn sitt. Þar að auki að maðurinn hafi í hyggju að höfða mál til ógildingar á úrskurði ráðuneytisins. Í rökstuðningi ráðuneytisins fyrir synjun á endurupptöku málsins segir að skilyrði fjölskyldusameiningar sé ekki uppfyllt þrátt fyrir samband mannsins við íslenskan ríkisborgara og möguleika á að hann sé faðir barnsins. Þá njóti hælisleitendur í Sviss viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi kærandi upplýst að hann hafi ekki sætt áframhaldandi rannsókn lögreglu vegna málanna á Suðurnesjum og því sé engin ástæða til að fresta réttaráhrifum vegna þeirra. Ráðuneytið tekur einnig fram að það telji ekki ástæðu til að líta svo á að flutningur mannsins til Sviss leiði til þess að hann fái ekki úrlausn um ógildingarkröfu sína fyrir dómstólum. Hægt sé að fjalla um málið án þess að kærandi sé staddur á landinu.
Hælisleitendur Lekamálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira