Meira læknadóp í unglingapartíum María Lilja Þrastardóttir skrifar 21. nóvember 2013 18:42 Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Neyslumynstur ungmenna í skemmtanalífinu virðist vera að breytast hratt og aukin harka virðist vera að færast í fíkniefnaneyslu. Læknadóp ku, í síauknum mæli, vera notað í bland við ólögleg fíkniefni þá ýmist til að lengja áhrif þeirra eða breyta virkni. Í skýrslu OECD sem birt var í dag kom fram að Ísland trónir á toppi þeirra ríkja sem nota hve mest af lyfseðilskyldum lyfjum. Meðfylgjandi mynd var tekin í samkvæmi í vesturborg Reykjavíkur um síðustu helgi þar sem stór hópur ungs fólks var saman kominn. Fréttastofa ráðfærði sig við lyfjafræðing til þess að fá úr því skorið um hvaða lyf væri að ræða. Þau voru eftirfarandi:Oxy-norm eða Oxykontin er náttúrulegur ópíum-alkaló-íði. Lyfið hefur áhrif á miðtaugakerfið og hindrar að sársaukaboð berist þangað. Það hefur því aðallega verkjastillandi og róandi áhrif. Örfáir einstaklingar fá lyfinu ávísað á íslandi vegna styrkleika þess en það er oftast gefið krabbameinssjúklingum. Mogadon og Stesolid eru flogaveikislyf og því vöðvaslakandi og róandi. Lyfin eru notuð með örfandi efnum líkt og kókaíni og lengir þar með virkun þess síðarnefnda.E-pillurKókaínMariuana- grasFlunitrazepam er einnig þekkt undir öðru nafni, rohypnol. Parkódín forte. Fréttastofa ræddi við fjölda ungmenna á aldrinum 19-25 ára í dag sem vildu öll kannast við þennan nýja veruleika. Þau sögðu að algengust væri neysla mdma eða e-taflna á meðal jafnaldra þeirra og einhver þeirra höfðu neytt slíkra lyfja á síðustu vikum. Sem dæmi um nýjungar í fíkniefnaheiminum nefndu þau svokallað dirty sprite, eða gruggugt sprite, sem blandað er með kódeini. Drykkurinn á fyrirmynd í rappheiminum, en amerísku hip hop senunni fór neysla á svokölluðum „purple drank“ að verða áberandi upp úr aldamótum. Drykkurinn inniheldur hóstasaft með kódíni sem blandað er í Sprite eða Mountain Dew. Það er þó ekki aðeins í Bandaríkjunum sem neysla á kódínlyfjum virðist vera glamúrvædd í hip hop tónlist heldur má greina slíkt víða innan íslensku rappsenunnar. Meðfylgjandi er myndband frá vinsælli íslenskri rapphljómsveit þar sem meðlimir sveitarinnar eru að blanda meint „dirty sprite“ en það inniheldur Mountain Dew orkudrykk, Sprite og kódínlyf.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira