Árbæingar slegnir, upplifðu mikla ógn Kristján Már Unnarsson skrifar 2. desember 2013 18:50 Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Árbæingar eru slegnir eftir atburði næturinnar og næstu nágrannar upplifðu mikla ógn. Tíu íbúar stigagangsins voru fluttir í Árbæjarkirkju í nótt þar sem þeir fengu áfallahjálp. Séra Þór Hauksson, sóknarprestur í Árbæjarsókn, fékk hringingu frá lögreglu upp úr klukkan fjögur, hann opnaði kirkjuna og þangað kom einnig áfallateymi frá Rauðakrossinum. „Svo kom fólkið hingað. Við tókum á móti þeim, gáfum þeim sem það vildu færi á að tala við okkur og veittum þeim sáluhjálp. En auðvitað var fólk slegið,“ sagði Þór. Systurnar Eva og Kamilla Júlíusdætur sögðust vera í áfalli í viðtali við Stöð 2 í morgun. Þær búa að Hraunbæ 24, fylgdust með vopnuðum sérsveitarmönnum á vettvangi og sáu þegar skotmaðurinn var borinn út úr húsinu. Oddný Vestmann, íbúi að Hraunbæ 18, segist hafa þurft að spyrja sig hvað eiginlega væri í gangi. „Þetta er óheyrilega mikil ógn. Þetta einhvernveginn setur mann í baklás,“ sagði Oddný. Einar Símonarson, íbúi að Hraunbæ 16, segir að sér hafi liðið eins og hann væri staddur í bíómynd. Einar segist þó ekki hafa talið sig vera í lífshættu.Lögreglan kemur í Árbæjarkirkju snemma í morgun til að greina íbúum stigagangsins frá stöðu málaMyndir/Friðrik Þór Halldórsson, Stöð 2.„Það er mjög sérstakt að vera hérna og hlusta á skothvelli og lögregla búin að girða af hverfið og varna því að nokkur færi héðan út né inn. Maður þurfti að eiginlega að klípa sig, - heyrðu, ég er í Árbænum, sko,“ sagði sóknarpresturinn.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira