Einn lögreglumaður særðist í aðgerðum lögreglunnar og sérsveitar ríkislögreglustjóra í Hraunbæ í Árbæ í morgun. Þetta kom fram á blaðamannafundi Ríkislögreglustjóra rétt í þessu.
Við fyrstu atlögu skaut hann á lögreglumenn en skotið lenti í varnarskildi, vesti og hönd lögreglumanns og við það datt lögreglumaðurinn niður stiga.
Síðar gerði lögreglan innrás í íbúðina og þá skaut maðurinn aftur á lögreglumennina og lenti skotið í hjálmi og andliti eins lögreglumanns, sem slasaðist en þó ekki alvarlega.
