Faðir Lovísu ósáttur: "Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður“ Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. desember 2013 13:59 Mál konunnar sem olli dauða Lovísu Hrundar var þingfest fyrir dómi í gær. Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum. Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Mál konunnar sem olli dauða hinnar 17 ára Lovísu Hrundar Svavarsdóttur á Akrafjallsvegi í apríl síðastliðinn var þingfest fyrir dómi í gær. Faðir Lovísu, Svavar Skarphéðinn Guðmundsson, segir málatilbúnaðinn fyrir dómi til háborinnar skammar. „Það verða engin réttarhöld sem slík. Hún játaði í gær brot sín og fékk svo bara að fara. Hún þarf ekki einu sinni að mæta þegar dómsúrskurðurinn er kveðinn upp,“ segir Svavar.Dapurt í héraðsdómi Hann segir að það hafi verið dapurt að horfa upp á það að konan hafi ekki þurft að hlusta á ræðu saksóknara eftir að hún hafi gefið sína skýrslu sjálf. „Hún fékk bara að yfirgefa dómsalinn strax,“ segir Svavar.Mbl greinir frá því að í ákærunni segi að vínandamagn í blóði konunnar hafi verið allt að 2,7 prómill. Hún hafi ekið án aðgæslu og of hratt miðað við aðstæður á allt að 94 km hraða á klukkustund, yfir á rangan vegahelming.Lovísa Hrund Svavarsdóttir lést 6. apríl síðastliðinn, 17 ára að aldri.Léleg skilaboð út í þjóðfélagið Svavar og fjölskylda Lovísu er verulega ósátt við hvernig tekið er á ölvunarakstri og manndrápi af gáleysi. „Mér finnst skilaboðin sem verið er að senda út í þjóðfélagið vera þau að ef þér er illa við einhvern þá skaltu bara fá þér aðeins í tána, setjast upp í bíl og keyra yfir viðkomandi. Það þarf ekkert byssu eða hníf til þess. Þá áttu bara á hættu um árs fangelsi, í stað 16 ára. Bílar eru bara tveggja tonna drápstæki ef ökumaðurinn er ölvaður,“ segir Svavar.Ákæruvaldið í málinu fer fram að konan verði dæmd í 12-18 mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Refsiramminn fyrir manndráp af gáleysi er fangelsi allt að 6 árum, samkvæmt hegningarlögum. Svavar segir dauðsfall Lovísu hafa haft gríðarlegar afleiðingar á fjölskylduna, sjálfur gat hann ekki farið aftur til vinnu fyrir en hálfu ári síðar og var launalaus allan þennan tíma.Lovísusjóður stofnaður í desember Fjölskyldan hefur stofnað styrktarsjóð sem er forvarnarsjóður og ber nafnið Minningarsjóður Lovísu Hrundar. Hægt er að kynna sér hann nánar á Facebook. „Sjóðurinn verður stofnaður núna í desember og væntanlega tekinn í gagnið í janúar. Við viljum vekja athygli á svona málum og fyrirbyggja að svona geti gerst,“ segir Svavar að lokum.
Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira