Stefna ótrauðir á þátttöku þrátt fyrir hryðjuverkaárásir Höskuldur Kári Schram skrifar 30. desember 2013 12:29 Að minnsta kosti 14 létu lífið í sprengjuárásinni í morgun. mynd/afp Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney. Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segir að það hafi ekki komið til tals að hætta við þátttöku á vetrarólympíuleikunum í Rússlandi í febrúar þrátt fyrir ítrekaðar hryðjuverkárásir þar í landi. Rúmlega 30 hafa látið lífið og um sextíu særst í tveimur sjálfsmorðsárásum í borginni Volgograd síðasta sólarhring. Að minnst kosti 14 létu lífið og um 20 særðust þegar öflug sprengja sprakk í sporvagni í Volgograd í Rússlandi í morgun. Í gær létust 17 og nærri fimmtíu særðust þegar kona sprengdi sig í loft upp á aðallestarstöð borgarinnar. Árásin í morgun átti sér stað nærri fjölförnum götumarkaði og er talið að einnig sé um sjálfsmorðsárás að ræða. Rússnesk yfirvöld óttast frekari hryðjuverkárásir á næstu vikum áður en vetrarólympíuleikarnir í borginni Sochi hefjast í byrjun febrúarmánaðar. Grunur leikur á að herskáir Tétjénar beri ábyrgð á árásunum en leiðtogi þeirra, Doku Umarov, lýsti því yfir í sumar að öllum aðferðum yrði beitt til að koma í veg fyrir að hægt verði að halda leikana í Sochi. Talsmaður Alþjóða Ólympíusambandsins sagði í samtali við Reuters fréttastofuna í morgun að sambandið hafi fulla trú á getu Rússa til að tryggja öryggi keppenda og almennings á leikunum. Sex til átta keppendur frá Íslandi taka þátt í leikunum en Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, segir að ÍSÍ horfi til Alþjóða Ólympíusambandins varðandi öryggi keppenda. „Alþjóða Ólympíunefndin segir okkur að það verði allt gert til að tryggja öryggi íþróttafólks og áhorfenda og allra þeirra sem verða í Sochi. En þetta hlýtur að vekja hjá manni ákveðinn ugg en við verðum að fylgjast með og sjá hvað Alþjóða Ólympíunefndin mun gera. Ég trúi ekki að þeir muni setja okkur í þá aðstöðu að það sé eitthvað ótryggt ástand,“ segir Líney. Hún segir að það hafi ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku á leikunum. „Við þurfum að meta það en það hefur ekki komið til tals hjá ÍSÍ að hætta við þátttöku. Við munum fylgjast vel með og ef að ástandið verður þannig að við treystum okkur ekki til að tryggja öryggi okkar keppenda þá hljótum við að þurfa að setjast niður og taka ákvörðun um það hvort farið verður eða ekki,“ segir Líney.
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira