
Heræfingarnar burt!
Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.
Tæki fyrir sveitarstjórnir
Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar.
Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum.
Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar.
Skoðun

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta:
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar

Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi
Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar

Styrk stjórn gefur góðan árangur
Ásthildur Sturludóttir skrifar

„Bara ef það hentar mér“
Hákon Gunnarsson skrifar

Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi
Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar

Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni?
Sigurður Ragnarsson skrifar

Borgin græna og ábyrgðin gráa
Daði Freyr Ólafsson skrifar

Stalín á ekki roð í algrímið
Halldóra Mogensen skrifar

Sorrý, Andrés
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk?
Ragna Sigurðardóttir skrifar

Gamalt vín á nýjum belgjum
Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar

Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla
Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Aukinn stuðningur við ESB og NATO
Pawel Bartoszek skrifar

Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki
Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar

Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar

Hvernig er veðrið þarna uppi?
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Að leita er að læra
Ragnar Sigurðsson skrifar

Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni
Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar

Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Þetta er ekki raunverulegt réttlæti
Snorri Másson skrifar