Hjartanlega sama? Teitur Guðmundsson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Sjá meira
Umræðan um hjarta- og æðasjúkdóma hefur verið talsverð á undanförnum árum og við höfum séð töluverða breytingu í átt til hins betra með bættri fræðslu til almennings, auk þess sem við höfum náð að eiga betur við áhættuþætti slíkra sjúkdóma. Þau okkar sem hafa kynnt sér málið vita að erfðir, reykingar, hár blóðþrýstingur, hækkað kólesteról, sykursýki, hreyfingarleysi og streita hafa mikil áhrif á myndun hjarta- og æðasjúkdóma og eru fjölmargar rannsóknir sem liggja þar að baki. Vissulega hafa þessir áhættuþættir mismunandi mikið vægi í myndun æðakölkunar og þeirra vandamála sem hún getur leitt af sér, en það er ljóst að því fleiri slíka sem þú hefur því meiri er áhættan. Það getur því verið í mörg horn að líta og nauðsynlegt að reyna að hafa áhrif á sem flesta þeirra til að draga úr eigin áhættu. Eitt af því sem er þó afar mikilvægt er að verða ekki heltekinn af því að passa sig, einstaklingar verða að njóta lífsins á sama tíma og þeir reyna að ná þessu jafnvægi. Vellíðan er einn lykilþátturinn í því að viðhalda og styrkja ónæmiskerfið, sem aftur hefur hemil á bólgumyndun sem einum af þeim fjölmörgu þáttum sem leiða til æðakölkunar.Algengasta dánarorsök kvenna Það eru nokkur atriði sem við þurfum öll að hafa í huga þegar horft er til hjarta- og æðasjúkdóma í þessari umræðu. Þau eru til dæmis að karlmenn eru líklegri til að fá slík vandamál fyrr á lífsleiðinni en konur og er talið að hormónastarfsemi kvenna eigi þar hlut að máli. Konur fá engu að síður slík vandamál og má sem dæmi nefna að í Bandaríkjunum sem og í flestum öðrum vestrænum ríkjum eru hjartasjúkdómar algengasta dánarorsök kvenna. Þegar lagðar eru saman fjöldatölur kemur meira að segja í ljós að sjö næstalgengustu dánarorsakir kvenna í Bandaríkjunum leggja færri að velli en þær sem deyja af völdum hjarta- og æðasjúkdóma þar í landi. Það þótti í hróplegu ósamræmi þegar það var skoðað árið 2000 að einungis 8% kvenna töldu hjarta- og æðasjúkdóma vera helstu heilsufarsógn sína. Það sem gerir það enn verra er að konur eru 15% líklegri til að deyja en karlar af völdum hjartaáfalls og einnig tvöfalt líklegri til að fá annað áfall á næstu sex árum samkvæmt sömu niðurstöðum. Þær höfðu flestar áhyggjur af því að fá brjóstakrabbamein sem er mun ólíklegra þrátt fyrir að það sé algengasta krabbamein kvenna. Það kom því í ljós að konur voru ekki nægjanlega vel upplýstar um áhættu sína með tilliti til hjarta- og æðasjúkdóma og ótti þeirra við slíka var minni en við aðra óalgengari sjúkdóma. Mér er ekki kunnugt um rannsóknir þessa efnis hérlendis en mögulega hafa þær verið gerðar, sé það svo væri áhugavert að vita hvort íslenskar konur séu á svipuðu reiki og kynsystur þeirra í Bandaríkjunum.Einkennin oft mistúlkuð Það eru ekki sérlega mörg ár síðan þessar kannanir voru opinberaðar og í kjölfarið fór af stað mikil vakning um hjarta- og æðasjúkdóma meðal kvenna í Bandaríkjunum. Fagmenn eru þó sammála um það að betur má ef duga skal. American Heart Association hratt af stað herferðinni goredforwomen sem hefur það að markmiði að upplýsa og fræða konur um áhættuna. Herferðin er með sérstaka heimasíðu sem hægt er að skoða undir www.goredforwomen.org og tölurnar eru sláandi! Hér eru nokkrar staðreyndir af síðu þeirra sem líklega eiga við hérlendis að einhverju leyti en eru væntanlega ekki að fullu yfirfæranlegar. Ein kona deyr hverja mínútu ársins í Bandaríkjunum af völdum hjartasjúkdóms. 43 milljónir kvenna þar eru með hjartasjúkdóm. 90% kvenna hafa fleiri en einn áhættuþátt fyrir hjarta- og æðasjúkdómum. Síðan 1984 hafa fleiri konur en karlar dáið af völdum hjartasjúkdóma á hverju ári. Einkenni geta verið frábrugðin þeim sem karlar fá og eru oft mistúlkuð sem leiðir til seinni greiningar. Ein af hverjum þremur konum í Bandaríkjunum deyr úr hjartasjúkdómi en ein af hverri 31 konu deyr úr brjóstakrabbameini. Aðeins 20% kvenna telja hjartasjúkdóm sína helstu heilsufarsógn. Konur eru einungis 24% þeirra sjúklinga sem taka þátt í rannsóknum á hjarta- og æðasjúkdómum. Þetta er því afar mikilvægur sjúkdómur og samkvæmt tölunum sá mikilvægasti þeirra. Hann er einnig einn þeirra sem við þekkjum hvað best og líklega vitum við einna mest um það hvernig við eigum að koma í veg fyrir, greina og meðhöndla hann. Ef þú ert kona þá átt þú að kynna þér þetta og hvetja aðrar konur til þess einnig, eða er þér hjartanlega sama?
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun