Gervilausnir í gerviveröld Ólafur Þ. Stephensen skrifar 8. febrúar 2013 06:00 Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Gjaldeyrishöftin valda íslenzkum fyrirtækjum margvíslegum vanda. Í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, var í fyrradag rætt við þrjá forsvarsmenn alþjóðlegra hátæknifyrirtækja sem starfa á Íslandi; Össurar, Marels og CCP. Þeir voru sammála um að höftin gerðu þeim verulega erfitt fyrir. Þannig koma höftin niður á getu fyrirtækjanna til að nálgast erlent fé til að fjárfesta í starfseminni á Íslandi. Þau fæla nýja fjárfesta frá vegna vondrar reynslu þeirra sem fyrir voru þegar þeim var komið á. Lagaákvæði um undanþágu fyrirtækja, sem eru með stóran hluta starfsemi sinnar erlendis, frá höftunum hvetja fyrirtæki beinlínis til að færa verkefni úr landi. Þá gera höftin fyrirtækjunum erfitt fyrir að nálgast hæft, erlent starfsfólk. Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, bendir á að þegar fyrirtæki sé í samkeppni um fólk, við til dæmis Google og Facebook, sé erfitt að útskýra að óvíst sé hvort viðkomandi starfsmaður fengi að flytja frá landinu þá peninga sem hann kynni að þéna í vinnunni. Þeir sem reka fyrirtæki við þessar aðstæður eru ekki í vafa um undirrótina. „Því er stundum haldið fram að krónan sé ekki vandamálið en þetta er allt tengt. Án krónunnar þyrftum við ekki höft,“ segir Sigsteinn Grétarsson, aðstoðarforstjóri Marels. Hilmar Veigar ber veruleika íslenzkra gjaldeyrishafta saman við sýndarveruleikann í Eve Online, tölvuleik fyrirtækisins: „Ísland er 300 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. CCP rekur 450 þúsund manna hagkerfi sem notar gjaldmiðil sem heitir ISK. Báðir gjaldmiðlar eru undir gjaldeyrishöftum og ég sé einfaldlega ekki mikinn mun á þeim. Það má því segja að gjaldeyrishöftin skapi ákveðna gerviveröld.“ Sum fyrirtæki geta vafalaust þrifizt í þessari gerviveröld, sem hefur verið tekin úr tengslum við hið alþjóðlega hagkerfi. En eins og talsmenn alþjóðlegu tæknifyrirtækjanna benda á, standa höftin vexti slíkra fyrirtækja fyrir þrifum. Og slík fyrirtæki eru einmitt einn mikilvægasti vaxtarbroddurinn í íslenzku atvinnulífi – eða ættu að minnsta kosti að vera það. Þess vegna vekur það furðu hvað margir íslenzkir stjórnmálamenn kjósa að hrærast áfram í þessari gerviveröld og loka augunum fyrir því að eina raunhæfa leiðin til að komast út úr höftunum er að taka upp nýjan gjaldmiðil. Sumir átta sig reyndar á því að við verðum að losna við krónuna, en eru einhverra hluta vegna fastir í umræðu um aðra kosti, sem hafa í raun verið útilokaðir. Þannig vill efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins henda allri vinnu Seðlabankans – sem fært hefur ýtarleg og efnismikil rök fyrir því að okkur standi eingöngu tveir raunhæfir kostir til boða, króna eða evra – og snúa sér aftur að því að skoða upptöku gjaldmiðla Kanada, Bandaríkjanna, Bretlands eða Noregs. Þetta heitir að loka augunum fyrir raunveruleikanum. Ábyrgir stjórnmálaflokkar eiga að bjóða upp á raunhæfar lausnir, ekki gervilausnir.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun