Arsene Wenger í miklum vígahug Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. febrúar 2013 06:00 Wenger lét blaðamenn heyra það í gær.nordicphotos/getty Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld er fram fara tveir leikir. Porto tekur á móti Malaga og Arsenal fær Bayern München í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir liðanna í sextán liða úrslitunum. Það var vígahugur í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi í gær. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni í vetur og var harðlega gagnrýndur aftur um helgina er Arsenal lauk keppni í bikarnum með tapi gegn Blackburn. Stjórinn franski er farinn að láta blaðamenn pirra sig. „Menn segja að ég taki bikarinn ekki alvarlega. Ég hef unnið enska bikarinn fjórum sinnum. Hver hefur unnið oftar?" sagði Wenger reiður út í fjölmiðlamenn. „Það er alls konar innihaldslaus gagnrýni í gangi sem erfitt er að sætta sig við. Það er nóg til af sérfræðingum að tjá sig en þeir hafa ekki endilega rétt fyrir sér." Arsenal hefur ekki unnið titil í átta ár undir stjórn Wengers og Meistaradeildin er eina keppnin þar sem Arsenal á möguleika á titli í ár. „Maður tekur þátt í keppnum til þess að vinna þær. Á einhverju stigi þarf maður að mæta virkilega sterku liði. Ef ég á að taka eitthvað mark á ykkur þá erum við ekki líklegir til þess að ná árangri," sagði Wenger sem ætlar að þagga niður í efasemdarmönnum í kvöld. „Ég treysti gæðunum í okkar liði. Ég treysti liðsandanum og andlega styrknum. Þannig að við sjáumst á leiknum." Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira
Sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu halda áfram í kvöld er fram fara tveir leikir. Porto tekur á móti Malaga og Arsenal fær Bayern München í heimsókn. Þetta eru fyrri leikir liðanna í sextán liða úrslitunum. Það var vígahugur í Arsene Wenger, stjóra Arsenal, á blaðamannafundi í gær. Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni í vetur og var harðlega gagnrýndur aftur um helgina er Arsenal lauk keppni í bikarnum með tapi gegn Blackburn. Stjórinn franski er farinn að láta blaðamenn pirra sig. „Menn segja að ég taki bikarinn ekki alvarlega. Ég hef unnið enska bikarinn fjórum sinnum. Hver hefur unnið oftar?" sagði Wenger reiður út í fjölmiðlamenn. „Það er alls konar innihaldslaus gagnrýni í gangi sem erfitt er að sætta sig við. Það er nóg til af sérfræðingum að tjá sig en þeir hafa ekki endilega rétt fyrir sér." Arsenal hefur ekki unnið titil í átta ár undir stjórn Wengers og Meistaradeildin er eina keppnin þar sem Arsenal á möguleika á titli í ár. „Maður tekur þátt í keppnum til þess að vinna þær. Á einhverju stigi þarf maður að mæta virkilega sterku liði. Ef ég á að taka eitthvað mark á ykkur þá erum við ekki líklegir til þess að ná árangri," sagði Wenger sem ætlar að þagga niður í efasemdarmönnum í kvöld. „Ég treysti gæðunum í okkar liði. Ég treysti liðsandanum og andlega styrknum. Þannig að við sjáumst á leiknum."
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Íslendingaliðið stríddi PSV en stóð ekki í vegi fyrir sögulegu klúðri Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Magnaður sigur í síðasta leik tímabilsins hjá Hildi og Ásdísi Di María á förum frá Benfica Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Átti Henderson að fá rautt spjald? Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Stórsigur Stólanna í Víkinni Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Sjá meira