Áfram stelpur til framtíðar Svandís Svavarsdóttir og umhverfis- og auðlindaráðherra skrifa 8. mars 2013 06:00 Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég á tvær dætur og tvær dótturdætur. Ég er rík kona. Móðir mín var vinkona mín og fyrirmynd í svo ótal mörgu en kannski mest í tímalausu æðruleysi og gleði yfir því smáa í mannlífinu og náttúrunni. Og líka því að þora að taka rými á eigin forsendum. Reynsla kynslóðanna, frá konu til konu, milli systra, mæðgna og vinkvenna, felur í sér sköpunarkraft og hreyfiafl sem breytir heiminum og bætir hann á hverjum degi. Þessi kraftur er alla jafna ekki viðfangsefni stjórnmálanna en ætti að eiga þangað greiða leið, enda er þar vettvangur ákvarðanatöku og stefnumótunar um það hvers konar samfélag við byggjum. Konur endast skemur í pólitík en karlar en eiga þangað brýnt erindi ekki síður en þeir. Við sem erum konur í stjórnmálum þurfum að gera okkur grein fyrir þessu. Styðja hver aðra og hvetja hver aðra, líka þvert á flokkslínur og hópa. Hvetjum dætur okkar, systur og mæður til dáða, til að taka rými, láta að sér kveða og standa með öðrum konum. Ekki veitir af. Sögur kvenna þarf að segja. Þær eiga erindi en heyrast allt of sjaldan – í opinberri umræðu, í stjórnunarstöðum, á ritstjórnum fjölmiðla, í fræðum og vísindum, í listum, kvikmyndum og leikhúsi, í íþróttum og atvinnulífi. Líka í umræðu um félagslíf eða áfengismeðferðir. Alls staðar í samfélaginu. Á eigin forsendum. Enn minnir 8. mars okkur á endalausa vegferð kvenna á öllum tímum. Kröfuna um jöfn réttindi, frelsi til að vera og frelsi til að taka þátt. Frelsi til að ráða ráðum sínum, hafa vald á eigin líkama, njóta jafnræðis í launum, kjörum og tækifærum. Að þurfa ekki að óttast ofbeldi maka síns, ókunnugra eða kunnugra. Að ganga öruggar um götur og torg. Líka í myrkri. Líka undir áhrifum. Þegar heimilisofbeldi, mansali og vændi hefur verið útrýmt. Þegar konur verða hvergi verslunarvara. Þegar kjör karla og kvenna verða jöfn. Þegar stúlkur geta málað allan heiminn í sínum litum rétt eins og drengir. Þá er baráttunni lokið – ekki fyrr. Gleðilegan 8. mars!
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar